Tímarit - 01.01.1871, Blaðsíða 14
14
ræða, enda þótt löggjafinn með tilliti til almennings
hagnaðar og velsæmis á stundum haQ öðruvísi fyrir
skipað; þannig má sá, er láuað hefir peninga gegn veði
í fasteign, að þvi fyrir er mælt í tilskipun 27. maí 1859,
eigi heimta hærri leigu á ári en 4 rd. af hundraði hverju;
það er og bannað í tilskipun 25. september 1850 14.
gr. að selja eða veðsetja arf þann, er maður á í vænd-
um; eigi má heldur gefa slíkan arf. Það má og ætla
að löggjöfm af líkum ástæðum hafi gefið ýmsar bindandi
ákvarðanir fyrir landsdrottna gegn leiguliðum þeirra,
og má í því efni vísa til Jónsbókarlaga landsleigu-r
bálks, tilskipunar 21. marz 1705, 22. júlí 1791,
m. fl.
Sé samningur sá, sem gjörður er milli ldutaðeig-
enda, gagnstæður rétti annars manns, svo sem, ef ein-
hver selur þann hlut, er hann ekki átti, er sá samnr
ingur eigi að öllu ógildur, því sje það kaupanda ókunn-
ugt, verður seljandi að greiða honum bætur fyrir svik
þau, er hann þannig hefir gjört sig sekann í, svo getur
og samningur þessi orðið gildur, ef hinn rétti eigandi
þartil gefur sitt samþykki. Eptir Jónsbókar kaupabálks
14. kapítula, kallast það kaupfox, ef maður kaúpir það,
er hinn átti ekki í, er seldi, nema að þess ráði væri
selt, er átti. Sé tveimur seldur hinn sami hlutur,
skal hin fyrri sala gilda, en eigi hin síðari: þessi laga-
setning er og skýlaust tekin fram í Jónsbókar lands-
leigubálki 6. kapítula, er svo segir: «Ef maður selur
eina jörð tveim mönnum að leigja, þá skal sá hafa,
er fyrri tók, og svo skal hvervetna, þar sem maður selur
2 mönnum hið sama, að sá skal hafa, er fyrr kaupir
eða leigir»; og kaupabálki 14. kapítula: «1*00 má eigi
haldast, ef maður selur það öðrum, er hann hefir áður