Tímarit - 01.01.1871, Side 8
8
ráðið sig hjú, sé hann fullra 16 ára að aldri og fermd-
ur, eptir vinnuhjúa tilskipun 26. janúar 1866. Gjöri
hinn ómyndugi samt sem áður samning við þann, er
myndugur er og fullveðja, er sá samningur eigi að fullu
ógildur, þar eð hinn myndugi er skyldur til að halda
hann, ef sá, er heflr fjárforráð hins ómynduga á hendi,
staðfestir hann með jáyrði sínu, en gjöri hann það eigi,
er samningurinn að lögum ógildur. Af þessu er það
auðsælt, að sá sem gjörir samning við einhvern, verð-
ur áður að gæta að því, hvort hlutaðeigandi sé mynd-
ugur eða ekki, svo að hann hafi vissu fyrir rétti sínum
gegn hinum sama.
Til myndugra manna |teljast bæði hinir svo nefndu
hálfmyndugu og fullmyndugu. Hálfmyndugir eru karlar
og konur ógiptar, sem eru á milli 18 og 25 ára að
aldri. í*essir geta gjört að lögum arfleiðsluskrá á eig-
um sínum eptir tilskipun 25. septembr. 1850 20. gr.,
en geta þó eigi, þó heita megi fjár síns ráðandi, eptir
eigin vild skuldbundið fjármuni sína, með því að selja
þá eða veðsetja, heldur verða í þeim efnum að leita
samþykkis tilsjónarmanna sinna, sem eru skyldugir að
sjá um, að eigur þeirra ekki eyðist að ófyrirsynju, eins
og segir í D. L. 3—17—34. Með tilsjónarmanni (cura-
tor) hafa hinir hálfmyndugu ekki að öllu leyti hin sömu
ráð sem hinir fullmyndugu; þannig geta þeir eigi að
lögum gengið í borgun fyrir skuldum annara, þó til-
sjónarmaður gefi til þessa sitt samþykki, með því og
þess konar samningar einungis geta orðið hinum hálf-
myndugu til skaða, en til einkis gagns. í*að sem hin-
ir hálfmyndugu sjálfir ávinna sér með vinnu sinni, hafa
þeir að fullu ráð yfir, þar eð löggjöfin einungis hefir
takmarkað ráð þeirra yfir þeim erfðafjármunum, sem