Tímarit - 01.01.1871, Síða 31
31
sonar á Breiðabólstað á Skógarströnd, sjá ætt
Péturs biskups 5. gr. nr. 5, I. B. síðu 16.
12. JÓN SIGURÐSSON, skjalavörður, riddari <.Danne-
brogs»orðunnar, alþingismaður ísflrðinga; kona
hans Ingibjörg Einarsdóttir frá Reykjavík og Ing-
veldar Japhetsdóttur, eru þau hjón bræðrabörn.
A. Föðurætt.
1. gr.
1. Sigurður Jónsson, prófastur á Rafnseyri, dó 1855,
hans faðir
2. Jón Sigurðsson, prestur á Rafnseyri, dó 1821,
hans faðir
3. Sigurður Ásmundsson, í Ásgarði eystra, fæddur
1708, hans faðir
4. Ásmundur Sigurðsson, í Ásgarði, hans faðir
5. Sigurður Guðnason, á Snjallsteinshöfða, hans faðir
6. Guðni Sigurðsson, hans faðir
7. Sigurður Guðnason, hans faðir
8. Guðni Eyríksson í Klofa, hans faðir
9. Fyríkur Torfason í Iílofa, hans faðir
10. Torfi Jónsson, sýslumaður i Klofa, hans faðir
11. Jón Ölafsson í Klofa, lians faðir
12. Ólafur Loptsson, hans faðir
13. Loptur Guttormsson ríki, sjá ætt Péturs biskups
8. gr. nr. 12, I. B. síðu 19.
í ætt þessari er það nokkrurn vafa undir-
orpið, hvort Guðni, faðir Sigurðar, föður Ás-
mundar í Ásgarði, hafl verið kominn langfeðg-
um frá Eyríki Torfasyni, sem hér er talið, og
er það eptir Espólín, er álítur þetta réttast.