Tímarit - 01.01.1871, Síða 27
27
sína, nema þessum skilmála sé fullnægt, og ber honum
því jafnan áður hann borgar, að sjá um það, að skulda-
bréflð sé í höndum þess, er við borgun skal taka; en
hafi nú skuldaheimtumaður glatað skuldabréfinu, getur
hann eigi eptir því krafizt borgunar, fyr en hann skuldu-
naut sínum til tryggingar hefir á því náð ómerkingar
eða mortiflcationsdómi, og til þessa þarf hann áður að
fá konunglegt leyfi, sem heimilar honum með opinberri
stefnu að mega innkalla þann eða þá með árs og dags
fresti, sem kynnu að hafaslíkt skuldabréf í höndum,tilþess
innan þessa frests loka að mæta fyrir ákveðnum rétti,
og þar sanna heimild sína til þess, og mæti þá enginn
með skuldabréfið, verður það af réttinum dæmt ómerkt,
og getur þá skuldaheimtumaður fyrst veitt borguninni
eptir skuldabréfinu móttöku, og skuldunautur borgað
skuld sína, án þess að hann þá lengur þurfi að óttast
fyrir því að verða fyrir eptirkröfum. Hafi skuldunautur
gefið út skuldabréf með veði í fasteign til tryggingar
fyrir skuld sinni, sem á þingi hefir lesið verið, verður
hann auk þess, sem áður er fyrir mælt í tilskipun 9.
febrúar 1798, að gæta þess, að þess í afsals- og veð-
bréfabókinni sé getið, og á þingi því, sem hin veð-
setta fasteign liggur undir, sé aflýst því, er hann
greiðir af skuldabréfinu, sem og þegar hann hefir það
að fullu greitt, svo að eign hans leysist úr því hapti,
er á hana hefir lagt verið, og hann því heldur á síðan
geti selt hana eða veðsett á ný, ef hann þess skyldi
óska.