Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Page 2

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Page 2
2 TiANDSTJORN. 4. maí 1872 landshöfðingjadœmi yfir íslandi, er skyldi byrja 1. apríl 1873. í erindisbrjefi landshöfðingjans, sem út var gefið af lögstjórnarráðherranum 29. júní 1872, er svo ákveðið, að landshöfðingi skuli framkvæma hið œðsta vald yfir hinum sjer- staklegu málum Íslands undir umsjón hlutaðeigandi ráðherra í Danmörku. Samkvæmt erindisbrjefi þessu skal landshöfðingi gjöra uppástungur til hlutaðeigandi ráðherra f öllum þeim sjer- stökum málum íslands, er þurfa að koma undir úrskurð kon- ungs eða stjórnarinnar, og sömuleiðis gjöra uppástungur um ný lög; hann skal og hafa umsjón yfir öilum embættismönnum á íslandi og allri embæltisfœrslu þeirra, annast um skil á opin- berum reikningum, jafna niður alþingiskostnaði, setja umboðs- menn yfir konungsjarðirnar og tiltaka veð fyrir gjaldheimtum embættismanna, hafa yfirstjórn og fjárráð íslenzkra póstmálefna, leggja fullnaðarúrskurð á öll sveitamál, hafa forsætið í lands- yfirrjettinum, gefa út nokkur konungleg leyfisbrjef, hafa umsjón yfir landssjóðnum og umráð yfir helming þess fjár, sem ætlað er til óvissra útgjalda íslands, skera úr ýmsum sjerstökum málum, er áður hafa komið undir úrskurð stjórnarinnar, og staðfesta brauða- veitingar þær, er konungur áður staðfesti o. s. frv. Þannig er skipað fyrir um verkasvið landshöfðingja, og er það sumpart hið sama verkasvið, sem stiptamtmaður hefur áður haft, en sumpart er það nokkuð rýmkað. Landsmenn tóku illa breytingu þessari, bæði fyrirþá sök, að hún væri svo lltil, að hún gæti eigi komið að neinum notum, en væri þó jafnframt kostnaðarsamari en hið eldra fyrirkomulag, en þó einkum fyrir þá sök, að sljórnin hefði leyft sjer að stofna nýtt embætti og leggja fram fje úr lands- sjóði án samþykkis alþingis. IiÖg handa íslandi hafa allmörg verið gefin út næstliðið ár. l’rá því er sagt i fyrra, að konungr ljet leggja 12 laga- frumvörp fyrir síðasta alþingi; þingið rœddi þau, gjörði meiri eða minni breylingar við þau öll og sendi síðan álitsskjöl um þau til konungs. Nú eru flest af frumvörpum þessum orðin að lögum, en breytingatillögur alþingis hafa að litlu verið teknar til greina. Lögin eru þau, er hjer segir: 1, Tilskipun um sveitastjórn á íslandi, dagsett 4. maí 1872. Hjer hefur verið farið eptir tillögum alþingis að því er snertir það, að hafa þrjú amtsráð sitt i hverju

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.