Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Side 9

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Side 9
MANNFJÖLQDN. 9 Mannfjölgun. Um mannfjölgun á íslandi nœstliðið ár er fátt að segja, með því að fullkomnar skýrslur vantar enn um þau efni; eptir því, sem sjeð verður af blöðunum, þá virðist ástœða til að ætla, að fólki hafi fjölgað að mun á þessu tímabili og talsvert meira en næsta ár á undan, með þvi að tálmanir þær, er helzt eru vanar að hnekkja mannfjölguninni, það er að segja sóttir og slysfarir, hafa verið í minna lagi; en eptir skýrslum þeim, sem komnar eru, virðist hið gagnstœða eiga sjer stað, og að fólki hafi fremur fækkað en fjölgað næstliðið ár. Af hinum almennustu sóttlim má nefna barnaveiki, kvef- sótt, lungnabólgu, taugaveiki o. s. frv., en allarþessar sóttirvoru mjög sjaldgæfar og ómannskœðar næstliðið ár. Barnaveikin gjörði einkum vart við sig í Múlasýslum að áliðnum vetri, en var hvergi nærri eins skœð og hún var viða undanfarin ár. Kvefsótt gekk víða um land flesta tíma ársins, en víðast var hún fremur væg; á suðurlandi gekk hún helzt um vorið, á vest- urlandi helzt um sumarið, á norðurlandi einkum um miðjan vet- ur og aptur um mitt sumar, en á austurlandi um vorið og apt- ur um haustið. Lungnabólga og taksótt gengu í Húna- vatnssýslu og á Austfjörðum, einkum síðari hluta vetrar. Tauga- veiki stakk sjer sumstaðar niður, einkum í Skagafjarðarsýslu og Austur-Skaptafellssýslu að áliðnum vetri, og á Austfjörðum að miðju sumri. Bólgusóttar varð enn fremur sumstaðar vart um haustið, einkum á vesturlandi. Soghósti eða andar- teppuhósti var víða samfara kvefsóttinni og lungnabólgunni, á norðurlandi einkum um veturinn, en á austurlandi við og við á öllum árstimum. Þegar á allt er litið, má kalla, að heilsufar manna hafi verið gott um allt land, nema á Austfjörðum. Af slysfomm má nefna nokkrar hinar helztu, sem getið er í blöðunum, en það eru einkum drukknanir í sjó: 20. apríl drukknuðu 2 menn við Vatnsleysuströod. Sama dag drukknuðu 4 menn við Eyrarbakka. 3. maí drukknuðu 3 menn í Njarðvík. 4. júní drukknuðu ó menn á Hvalfírði. 13. júní drukknuðu 11 menn á Landeyjasundi. 22. september drukkn- uðu 10 menn á Djúpavogi. 17. október drukknuðu 3 menn við Brákarey. 16. nóvember drukknuðu 8 menn fyrir utan Stykkis-

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.