Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Síða 19

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Síða 19
ATVINNUVKGIK. 19 S íldarveiði var næstliðið ár í meðallagi. í H a f n a r- firði aflaðist nokknð í janúarmánuði. í Eyjafirði aflaðist talsvert bæði að áliðnum vetri, en þó einkum i júní og aptur nm haustið. ÁAustfjörðum var síldarafli hinn bezti í á- gústmánuði og fram í septembermánuð. Lax- og silungsveiði var í bezta lagi um sumarið í öllum ám, einkum á suðurlandi. Selafli var víða í allgóðu lagi. í maí og íjúní rak mikið af sel á Hornströndum og Melrakkasljettu. 300 selir fengust í Grímsey um sumarið. Hvalrekar urðu allvíða næstliðið ár. í maímánuði rak hval á Melrakkasljettu og annan í Kelduhverfi; í júní rak hval í Mýrdal; í ágúst rak hval á Seltjarnarnesi; að áliðnu sumri rak einnig nokkra hvali á Austfjörðum, tvo á Seyðisfirði, einn í Norð- firði, einn í Mjóafirði og einn í Reyðarfirði; um haustið rak einnig einn hval á Hjeraðsflóa. Trjárekar voru í minna lagi á norðurlandi, en aptur í meira lagi á suðurlandi; í Skaptafellssýslu rak allmikið af stór- trjám að áliðnum vetri, einkum í Örœfum; í Grindavík rak einnig talsvert fyrri hluta sumars. Trje þau, er rak, voru flest til- höggvin, og ætluðu menn, að þau mundu vera timburfarmur af strönduðum skipum. Annara strandreka er eigi getandi. Bjargfuglaveiði misheppnaðist víða, einkum í Vest- mannaeyjum, og ollu þvi mest stormar. Erlendir aflamenn lágu einnig við strendur íslands að vanda næstliðið ár. Hið f r a k k n e s k a fiskiveiðafje- lag sendi nú miklu fleiri skip til landsins en árið áður, en þó eigi svo sem þá er mest hefur verið. Þau öfluðu í minna lagi, en þó að tiltölu miklu betur en íslendingar; þeim hlekktist og lítið á. Næstliðið ár var minna kvartað undan ójöfnuði og yfir- gangi frakkneskra fiskimanna en að undanförnu. Hinir norsku síldarveiðamenn, er lágu fyrir Austfjörðura ura suraarið, öfluðu lítið af síld, en mikið af fiski. Hinn hollenzki hval- veiðamaður, er í nokkur ár hefur legið fyrir Austfjörðum, aflaði mjög lítið af hval næstliðið sumar, og gjörði ráð fyrir að hætta hvalaveiðum sínum hjer við land. Námur á íslandi eru fáar og er fátt af þeim að segja; þó mágeta þess, að kolanáraa sú, er fannst íMýrasýslu í fyrra, 2*

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.