Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Síða 21

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Síða 21
ATVINNUVEGIR. 21 fjárverzlun, sem fjelagið hafði fyrirhugað við Englendinga um haustið, sökum fjársýki, er um þær mundir kom upp á Eng- landi og hepti aðflutninga á fje þangað. Á aðalfundi fjelagsins á Þingeyrum 24. júní lýsti forseti fjelagsins því, að það mundi hafa 20 af hundraði í ágóða fyrir hið umliðna ár, eða 4 ríkis- dali af hverjum hlut; á fundi þessum var og ákveðið að safna um sumarið 800 nýjum hlutum (20000 rd.), og enn fremur að fá bœndur til að lofa að Verzla í 5 ár eingöngu við fjelagið. Báðum þessum ákvörðunum var vel tekið af bændum; hlulir fjölguðu óðum, og fjöldi manna gekk i 5 ára samning við fjelagið, og var það því mjög til eflingar. fess má og geta hjer, að frá líaupmannahöfn kom prentað sendibrjef til Húnvetninga og Skag- firðinga um fjelagsverzlunina, og hvatti höfundurinn þar bæði þá og aðra íslendinga, sem unna verzlunarfrelsi, til að halda nú sem fastast fram, leggja hluti í fjelagið, ganga í 5 ára samn- inginn, og ryðja með því um mammonsmusterum Gyðinganna, þ. e. bola með öllu burt verzlun hinna dönsku kaupmanna. Brjef þetta er skrifað á eldfjörugu máli, og virðist það hafa haft talsverð áhrif á marga íslendinga. Flateyjarfjelagið á Breiðaflrði sendi mann til Björgvinar næstliðinn vetur til að semja við Björgvinarmenn um verzlun við þá. Björgvinarmenn flultu fjelaginu vörur á gufuskipi íslenzka samlagsins og lóku aptur vörur í móti. Fjelagið keypti verzlunarhús í Flatey, og byrjaði fasta verzlun; verzlun þess var mjög lítil í fyrstu, en jókst brátt, en margir Dalasýslubúar gengu í fjelagið. R e y k j a- v í k u r fj e 1 a g i ð komst einnig í samninga við hið íslenzka verzlunarsamlag í Björgvin, fjekk vörur með gufuskipi þess, og sendi aptur vörur með því; nú hefur það ráðið að fá sjer skip, til að hafa í förum. Auk þessara verzlunarfjelaga hafa og mynd- azt ýms önnur verzlunarfjelög, sem minna kveður að og litlar sögur fara af, en geta orðið stór og merk þegar fram líða stundir. Hið íslenzka verzlunarsamlag í Björgvin hefur enn haldið áfram verzlun sinni næstliðið ár, og aukið hana tals- vert. Samlagið keypti stórt gufuskip til íslandsferða fyrir 80000 rd., og nefndi það «Jón Sigurðsson» í sœmdarskyni við hinn ótrauða forvígismann íslendinga. Það var hvorttveggja, að skipið bar nafn þess manns, er vinsælastur er á öllu íslandi, enda tóku íslendingar því fegins hugar, en hinir dönsku kaupmenn litu til

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.