Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Page 24

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1872, Page 24
24 ATVINNUVEGIR. allt að 400 nautgripa, og hjer um bil 3500 hrossa. Gufu- skip voru á ferðiuni því nær allt sumarið milli Granton og Reykjavíkur til gripaflutninga þessara, og komu þau stundum við á Austfjörðum. Þó að gripasala þessi haíi orðið einstökum mönnum og ef til vill einstökum sveitum að tjóni, þá er það ó- efað, að hún hefur orðið þeim velmegunarvegnr, er seldu hyggi- lega, og hagur fyrir landið í heild sinni. Á peningaekl- unni, sem að undanförnu hefur legið svo þungt á, hefur mikið minna borið næstliðið ár, og er það efalaust nokkuð að þakka gripasölunni, því að fyrir selda gripi hefur á árinu komið inn í landið svo hundrað þúsundum ríkisdala skiptir. Um innanlandsverzlunina er fátt að segja. í*ó má geta þess, að s a u ð f j á r s a 1 a h j e r a ð a í m i 11 i var í minna lagi. Það hefur vcrið altítt, að sjávarbœndur og kaupstaðabú- ar á suðurlandi hafa á haustin keypt sauðfje af sveitabœndum til að leggja í bú sitt. Nú höfðu sveitabœndur þeir, er vanir voru að selja fjeð, bundizt samtökum um það, að láta enga sauðkind inn á hið grunaða kláðasvæði, en á því svæði eru marg- ar sjávarsveitir sunnanlands og kaupstaðirnir Reykjavík, Hafnar- fjörður og Keflavík. Sveitamenn hjeldu samtökin að miklu leyti, og næstliðið haust var mjög lítið um fjársölu hjá því sem vant er að vera. Fjártaka hjá kaupmönnum syðra var einnig í minnsta lagi. Til þess að bœta samgöngur manna í milli var mjög lítið gjört næslliðið ár. Að vegabótum kvað mjög lítið; hin helzta vegabót, er gjörð var, var stígur gegnum Hafnar- fjarðarhraun, er áður var mjög illt yíirferðar; þessa vega- bót gjörðu Hafnfirðingar á eiginkostnað og með frjálsum sam- skotum. Þess má og geta hjer, að Rangvellingar og Árnesing- ar tóku saman ráð sín um að leggja brýr yfir Þjórsá og Ölfusá með frjálsum samskotum landsmanna; það er stór- kostlegt fyrirtœki og verður til ómetanlegs hagnaðar fyrir þá, er sœkja eiga yflr stórár þessar, ef það tekst; áætlun um kostn- aðinn er enn þá eigi fengin. Samgöngur innanlands á sjó voru í greiðasta lagi, þar sem gufuskip Björgvinarmanna fór svo opt um sumarið rnilli margra hafna; fjöldi manna lók sjer far með hverri ferð, og sparaði það mörgum mikinn ferða- kostnað, þar sera landferðir í fjarlæg hjeruð eru svo örðugar og

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.