Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Page 1
Um fjórðungamót
sunnlendingafjórðung3 og vestfirðingafjórðungs.
Eptir Matthías Þórðarson.
Það er orðið gamalt vafamál, hver hafi verið takmörk þessara
tveggja landsfjórðunga lögurn samkvæmt á þjóðveldistímabilinu.
Viðvikjandi skoðunum manna á því máli nægir að vísa á rit Konr.
Maures, Island, bls. 155—56, og Kr. Kalunds, Isl. Beskr., einkum I
b., bls. 331—37; síðan ritaði Sigurður Vigfússon í Árb. 1886, bls.
35—41, um sama efni m. a., og loks Bogi Th. Melsteðiísl. s., II. b.,
bls. 64—67. Mun mega segja, að niðurstaða málsins sé sú, aðallega
samkvæmt rannsóknum Kálunds, að Hvalfjörður og Botnsá hafi
skilið fjórðungana á sama hátt og nú Kjósarsýslu og Borgfjarðar*
sýslu. Er þessi skoðun einkum studd við máldaga einn um ostgjald
til Viðeyjar-klausturs, sem »var giorr a alþinge at raðe Magnus
biskop(s), en Snorre Sturlu son hafðe vppe j logrettv oc nefnde vatta«
að. Máldaginn er prentaður í ísl. fornbrs. I, bls. (492—)496; ætlar
útgefandinn, Jón Sigurðsson forseti, að hann sé frá því ári, er ann*
álar greina, að klaustrið hafi verið stofnað: 1226. Víst er það, að
hann er frá þjóðveldistímabilinu. I þessum máldaga stendur, »at a
meðal Reykianess oc Bozar skal giallda af hverivm bæ, þeim er
ostr er giorr, slikan hleif sem þar er giorr, til staðarens j Viðey
hvert havst«.
Því að eins gat verið um skýr staðarleg takmörk á þingsókn
að ræða, að þar væru fjórðungamót. Nú er það vitanlegt, að Kjalar-
nessþing og Þverárþing voru hvort í sínum fjórðungi; þykjast menn
því hafa fundið fjórðungamótin milli sunnlendingafjórðungs og vest-
firðingafjórðungs, er menn hafa fundið takmörk þinganna, þar sem
þau hafa mæzt. Nú álíta menn, að í máldaganum um ostgjaldið
1226 hafi verið miðað við Botnsá1), af því að Kjalarnessþing hafl
*) Boza = Botsá, frb. Bossá svo sem nú. N féll úr framburði og opt í rit*
hættí er svona stóð á. I stað ts var þá og opt ritað z.