Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Page 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Page 11
11 ura Miðfjörð og Víðidal * *), en þar fyrir gat hann ekki stefnt mönnum þaðan til varnarþings suður í Borgarfirði (Þverárþings). — Sagt er það og í Sturl. s.2), að Markús bóndi Skeggjason, er bjó á Eyri í Kjós, hafi verið þingmaður Sæmundar Jónssonar í Odda; jen þeir voru líka með vissu báðir sunnlendingafjórðungs-menn. En svo segir líka skömmu á eptir3), að »Sæmunðr sendi Snorra Sturlu son til Borgar-fiarðar at qveðia manna vpp, er Ton faðir hans hafði att, bædi marga oc goda bændr. Fecc hann gott mann-val«. Hér virð- ist vera um þingfasta menn að ræða, í þingi með Oddaverjum og menn í öðrum fjórðungi, hefðu fjórðungamótin þá verið við Botnsá. En vitanlega gat slíkt verið »lofað að lögbergi« og alt löglegt, þótt Oddaverjar ættu ekki goðorð í Borgarfirði. A líkan hátt má, svo sem fyr var bent á, segja um það, að Þórðr Sturluson átti þing- menii í Borgarfirði austan Hvítár; t. d. er sagt í Sturl. s.4), að Há- mundr bóndi Gilsson, er bjó á Lundi í Lundarreykjadal hafi verið þingmaður Þórðar Sturlusonar, er þá hafði tekið við Þórsnesingagoð- orði hálfu af Ara sterka Þorgilssyni5); hafa þeir ekki verið sam- fjórðungsmenn, eða Hámundr í sama fjórðungi (landfræðislega skoðað) og Þórsnessþing, ef Hvítá þá hefir skilið fjórðunga, og, eins og áður var sagt, mun Þórðr ekki hafa átt hluta í nokkuru goðorði í Þver- árþingi. — Sama er að segja um það, að þeir feðgar á Oddsstöðum, Þórðr rauðr og Finnr, voru þingmenn Kolbeins Tumasonar4), ér ekki virðist hafa átt goðorð í Þverárþingi. Virðist svo sem allmikil brögð hafi verið að því um þær mundir að hafa mannaforráð í öðrum þingum og öðrum landsfjórðungum, og að höfðingjar hafi aflað sér þingmanna utan fjórðungs, jafnvel þótt þeir ættu þar ekki goðorð né goðorðahluta og væri ekki lögum samkvæmt, nema lofað væri. Af þessu, sem nú hefir verið tekið fram, má nokkuð ráða, hvað á því verði bygt í þessu sambandi, að ostagjaldið til Viðeyjar var takmarkað við Botnsá 1226. Þess var getið hér áður, að svo væri að orði komist í Lög- mannsannál, að ætla mætti, að vestíirðingafjórðungur hafi verið talinn ná að Botnsá árið 1405. Annaðhvort hefir lítið þótt takandi mark á þessu í þessu sambandi hingað til, eða menn hafa ekki veitt i) Stnrl. s. I., bls. 275 og 320. Sbr. ritgj. prof. B. M. Ólsens i Tim. II, 1—31. *) Sturl. s. I., bls. 239. *) Sturl. s. I., bls. 242, það var um vorið 1200. ‘) Sturl. s. I., bls. 235—30. *) Sturl. s. I., bls. 234, sbr. 239, þar sem og er sagt að Þórðr tæki siðar víð binum belmingnum af Þorgilsi presti Snorrasyni. 2*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.