Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 13
13 skliljanlegt er það, hvers vegna fjórðungamótin hefðu verið flutt frá Botnsá og að Hvítá, frá þingamótunum, þar sem þau helzt voru, og inn í mitt Þverárþing, fyrir lok þjóðveldistímabilsins, meðan þinga- skipunin helzt, eða eptir það, á þessum áratugum, úr því að þá voru sett sýslumót við Botnsá, sem líkur eru til að veriðhafi. Hefði alt verið ein sýsla beggja vegna við hana og alt upp að Hvítá, þá hefði slík breyting 4 fjórðungamótunum mátt heita eðlilegri. Þegar nú engin ástæða virðist til að efast um það, að fjórð- ungamótin hafi verið við Hvítá skömmu eptir, að þjóðveldistímabilið leið undir lok, engar ábyggilegar líkur til, að þau hafl verið við Botnsá fyrir þann tíma, og ekki ómögulegt að þau þinga- og goð- orða-fyrirkomulagsins vegna hafiverið innan Þverárþings fyrir sunnan þingstaðinn, þá verður ekki séð, að neinar verulegar ástæður séu til að álíta, að þau hafi ekki einnig á þjóðveldistímabilinu verið við Hvítá. Síður en svo; einmitt það, að þau eru vissulega við Hvítá, rétt eptir að þjóðveldistímabilið leið undir lok, eru mjög sterkar líkur fyrir því, að þau hafi og verið við Hvítá, áður en það leið undir lok og scnnilega frá því fyrsta, að þau voru sett, sérstaklega þegar það verður á engan hátt skilið, hvers vegna þau hefðu verið flutt að Ilvítá frá öðru og upprunalegu takmarki. En eins og áður hefir verið tekið fram, virðist sem að það hefði verið eðlilegra að setja fjórðungamótin í upphafi ekki við Hvítá, í miðju Þverárþingi, heidur þar sem þingmenn aðallega greindust til Þverárþings og Kjalarnessþings; og í annan stað verður það ekki sannað, að fjórðungamótin liafl lilotið að vera við Hvítá á öllu þjóð- veldistímabilinu og hafi alls ekki getað verið sunnar, eða þar sem eðlilegast virðist að þau hefðu verið. En hvar þá? — Hér geta ekki komið til greina nema þau tvö takmörk, sem nefnd hafa verið: fjöllin (Hafnarfjall, Skarðsheiði og Botnsheiði) og fjörðurinn (Hval- fjörður og Botnsá). Að því er síðara takmarkinu viðvíkur, þá er það ljóst af því er sagt hefir verið hér á undan, að ýmislegt bendir til, að um það bil hafi einna helzt verið þingamót, en þó sumt í Sturlunga sögu, sem veki grun um, að Lundarmannagoðar á fyrri hluta 13. aldar hafi átt nokkra þingmenn fyrir sunnan þetta tak- mark. En að því er hið fyrra takmarkið, fjöllin, snertir, þá er sitt hvað, sem bendir til, að þar hafl kunnað að vera þingamót seint á 10. öldinni, um líkt leyti og fjórðungaskiptingin var leidd í lög, að

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.