Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Side 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Side 30
30 hafa þær ekki verið, eða eiga að minsta kosti ekkert skylt við þær spýtur útskornar, sem þaðan liafa komið til safnsins; þær eru í drekastíl og ekki eldri en frá 13. öld. — Möðrufell hefir jafnan verið talinn »bústaður góður«, eins og Víga-Glúmur komst að orði um þann bæ er Þorgrímur Þórisson frá Espihóli bjó þar (Glúma XI. k.). Þórir faðir hans á Espihóli var sonur Hámundar heljarskinns og Ingunnar dóttur Helga magra. Helgi gaf Hámundi tengdasyni sínum land það, sem báðar þessar jarðir, og fleiri nú, eru i. Er mjög vafasamt að nokkur hafi gert bú í Möðrufelli á undan Þorgrími sonarsyni hans. Þorgrímur mun hafa reist þar bú um 965 og bjó þar alla ævi síðan, og eptir hann Arngrímur sonur hans. Þorgrímur »var mikilmenni ok vel at sér« og átti »auð fjár«. Virðist ekki ósennilegt (sbr. og orð Glúms), að þessi maður hafi húsað svo vel bæ sinn, að þar hafi þessar útskornu þiljur mátt vera í eldhúsinu, og alt útlit hefir það verk, sem á þeim er, til þess að vera ekki yngra en frá siðari hluta 10. aldar; mætti vel vera frá miðri þeirri öld. — Þeir feðgar Þorgrímur og Arngrímur koma allmikið við sögu Viga-Glúms og i XXI. k. er sagt frá því er Arngríinur vann það niðingsverk að drepa Steinólf frænda sinn og fóstbróður í eldahúsi sínu í Möðrufelli. — Hér er ekki átt við mateldhús (soðhús), heldur eldaskála (sbr. Valtýr Guðmundsson, Privatboligen, bls. 200 o. s. frv). Matthías Þórðarson.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.