Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Qupperneq 37
37 6812. 25/3 Slcúfhóllmr úr silfri, ógyltur, en annars mjög líkur nr. 6811; stærðin sama. 6813. 25/3 Skúfhólkur úr silfri, uppmjór og sívalur, 1. 5,2, þverm. 2,2 cm. neðst, en 1,3 efst. Tvöfaldur; ytra borðið kornsett víravirki, 3 hríslur langsetis; innan í er slétt fóður. 6814. 25/3 Skúfhólkur úr silfri, 1. 5,2 cm. all-vel sivalur, mjóstur um miðju, þverm. 1,4 cm., en við enda 2. Drifinn aliur, með smá- bólum kringlóttum og litlum ferhyrningum. Þessir skúl'hólkar, nr. 6802—6814, eru vestan úr Staðarsveit og Miklholtshreppi. Þeir munu flestir vera frá því um og eptir miðja öldina síðustu. Flestir eru þeir skemdir, voru ætlaðir í bræðslu. 6815. 25/3 Beltispör úr silfri; skjöldurinn 4,8 cm. að þverm ; stokkarnir 6,3 að 1. og 1,9 cm. að br. Þeir eru með laglega gröl'nu blómskrauti framaná, og í miðjum skildinum hangir víravirkislauf, hjartamyndað. 6816. 28/3 Jónsbók, »Huss Postilla« Jóns byskups Vidalin, 3. útg. Skemd af fúa, ekki heil. Bundin í alskinn og með gröfnum látúnsspenslum. Kápan er með miklu, þryktu verki; eru manna- myndir í einum bekknum, sem gerður hefir verið með hjóli (»rullu«), og upphafsstafirnir ÞÞS og ártalið 1767. Spjöldin eru 20,8X14,7 cm. að stærð og bókin 7,5—8 cm. að þykt 6817. 30/3 Prjónastokkur úr greni; útskorið lok, með upphafs- stöfunum Þ S D og ártalinu 1820. Ferstrendur, 3,9 cm. á livorn veg og 27,5 cm. að lengd. Ofan úr Borgarfirði. 6818 a-b. 13/4 Trétöflur tvær, útskornar á annari hlið, upphleypt verk mjög vel gert; þær eru úr mahógni, ósamsettar, ferhyrndar, og eru hornin rétt í annan, neðri, endann, en bogamynduð í hinn. L. 37,3 cm , br. 27,1 og 27,6 cm.; þ. um 3 cm. Á annari eru skjald- merkis-ljónin 3 og -hjörtun (-sæblöðin) 9, en á hinni er stafur Mer- kúrs og þriforkur Neptúns i kross, og kóróna yfir, en fyrir neðan þá er býflugnabú (býkúpa). Umhverfis á báðum er eins konar um- gerð skorin í skelstíl. Töflur þessar hafa verið festar upp á verzl- unarhús sem skildir (»skilti«) og eru sennilega frá því að »almenna verzlunarfélagið« hafði hér verzlunina 1763—87. Þær eru frá ísa- firði; voru þar á verzlunarhúsi gömlu í neðsta kaupstaðnum, þar sem nú er pakkhús verzlunar Ásgeirs Ásgeirssonar. Aptan á aðra eru skornir stafirnir B B F, en á hina B B A. — 4 göt eru á hvorri fyrir skrúfur. 6819. 15/4 Skúfhólkur úr silfri, 1. 5,6 cm., þverm. 1,8 cm., laufskorinn og riáandi í endana, annars beinn. Blóm grafið á, sem breiðist umhverfis allann hólkinn. Líklega frá því um 1870.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.