Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1916, Blaðsíða 43
43 t * en málað heflr verið yfir það aptur. Ur búi Ola Finsens póstmeistara síðast, en mun hafa verið lengi í Finsensætt. 6842. a% Kertastika úr látúni; látúnshólkur sívalur, þverm. 3 cm. og h. 16,5, festur á miðju hvelfdrar látúnsskálar, kringlóttrar, með 1,3 cm. háum, fláandi börmum, 18,2 cm. að þverm. Efst á hólknum, kertispípunni, er handarhald, látúnsbeygja, 7,3 cm. að 1. með samandr. F R vi neðst, stimpluðum á, upphækkuðum. Rauf er á pípunni og hefir verið umbúningur í henni til að hækka og lækka kertið, en það er nú alt úr og beygluð pípan. •— Er dönsk og um 100 ára gömul. Hefir tilheyrt Ola Finsen póstmeistara og ekkju hans síðast. 6843. 8% Prédikunarstóll, smíðaður úr furu, ómálaður; settur saman af 5 borðum, 1 í hverri hlið; eru hvert um 30 cm. að br. og 126 cm. að 1. Brúnirnar hafa verið feldar og negldar saman og listi negldur yfir, strikaður og dálítið útskorinn. Efst er tannlisti, strikaður, umhverfis og annar niður á móts við botninn, en þar fyrir neðan eru endarnir útskornir og gagnskornir. Fyrir neðan efsta listann er höfðaleturslína utnhverfis og sem dregið böndum í gegnum stafina alla; stendur þar: lofed \ gud i \ hans \ helg | edom, Línan er 15 cm. að hæð. A miðfjölina miðja hefir verið skrifað með rauðkrít: ANXO 1719. — Fjalirnar eru nú sundurlausar og vantar botninn nær allan, og marga af listunum. Hann er úr Tröllatungu* kirkju, sem nú er lögð niður. 6844 3% Kirkjuhurð, smíðuð úr furu, hefir verið máluð hvít og síðan rauð, en nú er farfi nær allur af. Hún er ferhyrnd og rétt- hyrnd, feld saman úr 3 breiðum borðum og 2 mjóum og strikuðum, sem eru sett á milli þeirra breiðu og standa dálítið fram fyrir að utan, en öll eru þau jafn þykk. Okar eru yfir þvera hurð að inn- an, 8Va cm- að br., 15 cm. og 17 cm. frá endunum. Hurðin er 158,5 cm. að hæð og 88,5 cm. að breidd. Járnskrá mikil er fyrir henni og stór lykill við, 1. um 18 cm., og járnlauf stórt með loku fyrir skráargatinu er að utan. I miðri hurð, 53 cm. frá efri enda, er koparhringur í keng, sem stendur í gegnum hurðina, grafinn, með orms- og vargshausum við kenginn; er vargurinn í gegnum keng- inn og bíta hvor í annars enda. Höfðaleturslína er á framhlið: siera 1 asgeir |. einars | son | a | h (þ. e. hringinn). Hann var prestur í Tröllatungu um 2 mannsaldra á 17. öldinni, 1633—97, varð 87 ára, en frá Tröllatungukirkju er hurðin. Hringurinn er að þverm. að utan 8,5 cm., ferstrendur í gagnskurð, um 12 mm. að gildleika og þó meiri við kenginn. Sbr. nr. 213. 6845. % Altaristafla, smíðuð úr furu, með gyltri umgerð fram- 6*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.