Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Side 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Side 16
12 Af því, er að framan hefur verið aagt, og meðfylgjandi mynd- um, mega menn sjá, að íslenska fiðlan er einstakt hljóðfæri í sinni röð, bæði að gerð og því, hversu á hana hefur verið leikið. I framangreindri ritgjörð ungfrú Hortense Panum er engu hljóðfæri lýst, er likist henni verulega að þessu leyti. Jeg vil þó ekki iáta hjá líða að benda á mynd eina, sem hún birtir (Fig. 22, bls. 143 í Aarsberetn. 1905) og ræðir dálítið um. Hún er af úthöggvinni stein- mynd í dómkirkjunni í Niðarósi. Þessi prentmynd er ekki svo greinileg, að vel verði af henni sjeð gerð steinmyndarinnar, en samt þykir mjer hún benda mjög til, að hjer sje forn fiðlari að leika á fiðlu, svipaða íslensku fiðlunni, og syngur karl með. Lýsing H. P. er ekki alls kostar sennileg og verðskuldar þessi syngjandi stein- fiðlari frá 12. öld, að honum yrði meiri gaumur gefinn. Matthías Þórðarson,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.