Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Síða 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Síða 26
22 Það þótti boða besta tíð, ef miltið skarst aíveg í sundur í þrjá jafna parta. Hver partur átti að tákna part af vetrinum; talið frá bægri til vinstri, fyrir aftan sig. Fyrsti parturinn frá veturnóttum til jólaföstu, annar frá jólaföstu til Þorra og sá þriðji frá Þorra og fram úr. Eftir því sem stykkin voru stærri, því verri átti tíðin að veiða. Valdimar Öt&uraraon, frá Kollsvík. Hversu spáð var eftir hinum síðari aðalhættinum má sjá af eftirfylgjandi skýrslu, sem skrifuð er upp eftir Jakobi Árnasyni, verði í Þjóðminjasafninu, öldruðum manni greinagóðum og rjettorðum. Hann segir svo frá því: Aö spá í milta fyrir vetri. Eitt af þvi, sem gamlir menn tóku mark á um það, hvernig vetur yrði, var það, að þegar skorinn var stórgripur, þá var tekið miltað, þegar er komið var innan í, og lagt á jörð (ekki á fjöl) og skornir 3 skurðir í það, en ekki skorið í sundur, og skyldu part- arnir vera sem jafnastir. Ef sá bólgnaði mest, sem var til hægri handar, þá var fyrsti partur vetrar harður, en ef miðparturinn bólgnaði mest, þá átti miðpartur vetrarins að verða harður, og ef endinn á miltanu bólgnaði mest, þá síðasti parturinn. Fyrsti kaflinn var talinn frá vetrarbyrjun og fram að jólum, miðkafli frá jólum fram í miðgóu og síðasti frá miðgóu og fram úr til sumars. Þannig var spáð og ekki öðruvísi svo jeg til vissi i Rangárvalla- og Árnes- sýslum, og sá jeg það margoft gert; þótti sjálfsagt að taka miltað og skera í það, og skoða svo. — Frá því skorið var í miltað leið nokkur stund, um hálfur klukkutími, þar til er miltað var orðið kalt og gætt var að því. Miltað var aldrei haft til matar, heldur hirt af hundum eða hröfnum Jakob Arnason. Ovíst er, hvor aðalþátturinn er eldri eða upphaflegri, en jeg hygg, að sá, er hjer var lýst síðar, sje eldri. Menn munu hafa veitt því eftirtekt, að hlutir úr sundurskornu milti þrútnuðu, og það mis- jafnlega; hefur þeim þótt það dularfult og eignað það á einhvern hátt áhrifum frá dulrænum verum. Hafa síðan sett það í samband við árferði komandi vetrar og þannig farið að taka mark á því og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.