Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 4
10
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
vera, rakið lífsferil þjóðar vorrar um hinar liðnu aldir. Að þessu
styrkir félagið og með því að gefa út tímarit með fornfræðilegum
ritgjörðum og skýrslum um aðgjörðir þess, svo og að sjá um, að
haldnir verði á hverju ári að minsta kosti tveir fyrirlestrar um forna
fræði, og skal ávalt annan þeirra halda á ársdegi félagsins, hinn 2.
dag ágústmánaðar."
Eins og að líkum lætur eru aðrar greinar laganna styttri og gagn-
orðari og segja fyrir um ýmis tilhögunaratriði svo sem vant er í fé-
lagslögum. Um sum atriði kom það fljótt í ljós að þau voru ekki raun-
hæf. Var þar fyrst um að ræða ströng ákvæði um fundarsókn bæði á
fulltrúaráðsfundum og félagsfundum. Árið 1895 og aftur 1897 kom
í ljós að boðaður aðalfundur varð ekki haldinn fyri' en í annarri at-
rennu vegna þess að of fáir komu hið fyrra sinn til þess að fundur-
inn gæti orðið löglegur.
Til þess að bæta úr þessu bar Björn M. Ólsen fram þá uppástungu
á aðalfundi 1901, að „annaðhvort væri úr lögum numið það ákvæði að
12 þyrftu að sækja fund til að fundur sé lögmætur eða að sú tala sé
færð niður.“ Er hér vitnað í 10. grein laganna. Fjallað var um
tillögu Björns á fulltrúaráðsfundum, og síðan var lagabreyting sam-
þykkt á aðalfundi 25. okt. 1902.
Breyting þessi var eflaust til bóta. Eftir að hún var gerð átti
fundur í félaginu ekki að þurfa að falla niður vegna þess að of fáir
félagsmenn létu sjá sig. En margt var fleira í lögunum sem eins
gott hefði verið að breyta um leið. Þó liðu langar stundir þangað
til aftur var gerð lagabreyting. Á fulltrúaráðsfundi 30. nóv. 1918
var samþykkt sú tillaga formanns, Pálma Pálssonar, að „fá breytt
lögum félagsins í ýmsum greinum (svo sem ákvæðinu um fastan fund-
ardag o.fl.)“ Kemur hér fram að menn hafi fundið og verið orðnir
leiðir á að sitthvað var í lögunum sem reynst hafði ómögulegt að
framfylgja, og var það gott dæmi að lögin kváðu svo á, að ársfund
(aðalfund) skyldi halda „2. dag ágústmánaðar ár hvert á þjóðhátíð-
ardegi vorum.“ Þessu var framfylgt nokkur ár, en svo fór það að
riðlast og var fljótlega ekkert um það skeytt. Sama máli gegnir um
árgjöldin, sem upphaflega voru bundin í lögum, en síðar kom svo í
ljós að þau þurfti að hækka og var þá ekki um annað að gera en að
sniðganga lögin eða breyta þeim.
Af tillögu Pálma leiddi að skipuð var nefnd til að endurskoða lögin
og gerði hún uppkast að frumvarpi til endurskoðaðra laga, sem
síðan voru endanlega samþykkt á aðalfundi 12. júlí 1919 og gefin út