Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 116
TÖÐUGJÖLD OG SLÁTTULOK
121
„Nú má Bjarki vara sig“, sagði fólkið, þegar það var að safn-
ast til Guðmundar Friðjónssonar um kvöldið, „því einginn skal
öfunda Bjarka af þakklætinu fyrir matinn ef vatns bragð verður
að grautnum hjá Guðmundi."
En það var ekkert vatnsbragð að „Útbyggingunni“. Það var
hnausþykkur túngjaldagrautur, og svo þrautsoðinn að slíks mun
varla dæmi nema á trölla hlóðum og seiðmanna.52)
Fleiri dæmi um orðið túngjöld eru í svörum við spurningaskrám
Þjóðminjasafnsins, sem brátt verður aftur að vikið.53)
En til að ljúka dæmum um notkun þessara orða í yfirfærðri merk-
ingu, skal hér sýnt brot úr þýðingu Matthíasar Jochumssonar á
Brand eftir Ibsen frá 1887, sem út kom 1898. En þar býr hann til
kenninguna „andans töðugjöld.“
Frumtextinn:
Jeg liker godt lidt Poesi,
det gjor igrunden alle vi
fra denne Byggd; — dog alt med Maade;
i Livet bor den aldrig raade, —
kun mellem Klokken syv og ti
om Aftenen, naar Folk er fri,
naar man, af Dagens Gjeming trætt,
kan trænge till en Loftings-Tvætt.54)
Þýöingin:
Við skáldskap oft ég skemti mér,
það skapadómur sýnist hér
á okkar bygð — en alt í hófi, —
hann á ei við í hversdags þófi;
nei, skáldin eiga að skemta á kvöldin
þá skyldustörfin eru gjörð,
og langa tekur lúna hjörð
að teyga andans töðugjöldin.55)
Af áðurnefndum svörum við spurningaskrám Þjóðminjasafnsins
1971 og 1975 verður ljóst, að töðugjöld hafa verið alþekkt um land
allt langt fram á þessa öld a.m.k., og engin svæði skera sig úr að
þessu leyti. Misjafnt er hinsvegar, hvort þau voru haldin sama dag og