Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 72
UPPHAF RITALDAR A ISLANDI
77
þótt hann sé kenndur nokkrum
manni að syni, þá eigu móður-
frændur vígsökina og svo bætur,
enda fer svo erfð (Grg la, 169,
og II, 367, nema: eigi er að lög-
um kominn í föðurátt). Ef sá
maður kvongast fyrir ráð skap-
arfa síns, þá á það barn eigi
arf að taka, enda á barn það
að hverfa í móðurætt að fram-
færslu til þess er það er 16
vetra gamalt (Grg Ia, 223; sbr.
II, 67).
2. Sinn leysing skal hver
maður fram færa nema hann
eigi sér björg eða borinn skap-
arfa, son eða dóttur, þann er
orki að færa hann fram“ (Grg
Ib, 17).
færslu, þar til þau eru 16 vetra,
en síðan til ins nánasta niðs
(Grg II, 107). Barn skal hverfa
í föðurátt, hvergi maður er
sátt handsalar. Ef faðir hand-
salar faðerni að barni, þótt hann
sé óauðigur, og svo þau börn öll
er áður eru í kviði móður áður
samgangur hjóna er gör, til þess
er þau eru 16 vetra gömul (Grg
Ib, 23; sbr. II, 135).
Sinn leysingja á hver maður
fram að færa, nema hann eigi
sér bj örg eða börn skaparfa, son
eða dóttur, þann er megi hann
fram færa“ (Grg II, 126).
Hér að ofan eru sett hlið við hlið nokkur forn ákvæði, sem verið
hafa lög meðan útburður barna var leyfður, en fráleitt hafa staðið í
Hafliðaskrá, og ný ákvæði sem vel mega vera úr henni.
Hér hafa nú verið nefnd æði mörg dæmi um lagaákvæði — og sum
þeirra löng s.s. baugatal —• sem aðeins hafa verið í gildi í heiðni, en
ekki eftir að kristni var orðin rótgróin. Að lögsögumenn eða aðrir lög-
fróðir menn hafi verið að leggja slík ákvæði á minnið mann fram af
manni og síðan að lokum koma þeim á bókfell eftir 1117 af ein-
skærri fróðleiksfýsn og það á góðu fornu lagamáli, er ofvaxið jafnt
mannlegu viti sem minni. I því sambandi má benda á, að sá er rit-
aði Konungsbók vissi sýnilega ekki hvað fólst í orðinu ,,borinn,“
þar sem hann ritar „alinn og óborinn“ og sama er að segja um hinn
lögfróða höfund Jónsbókar. Þegar svo er komið fyrir merkingunni
í jafn þýðingarmiklu heiðnu lagahugtaki og ,,borinn“ fyrir 1280, þá
eru engin líkindi til að baugatal sé til okkar komið úr munnlegri
geymd.
Vilhjálmi Finsen var vel ljóst að meirihluti Grágásar var til
kominn áður en ritun IJafliðaskrár hófst, þar sem hann segir: „Der
taler rneget for, at medens Lovgivningen vel efter 1118 var Gjen-
stand for en ikke ringe Udvikling, har dog det Lovgivningsstof,