Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 157
TVEIR RÓSAÐIR RIÐSPRANGSDÚKAR
161
dúk eða dúkinn með riðsprangsbrúninni er að ræða í prófastsvísi-
tasíu 1862, þar sem gair.all óbrúkanlegur altarisdúkur er fráskrif-
aður og' metinn kirkjunni til inntektar,21 liggur ekki ljóst fyrir,
þar eð lýsingu á dúknum skortir í seinna tilvikinu. Hvað sem því
líður virðist mega gera ráð fyrir að riðsprangsbrúnin hafi legið við
kirkjuna fram yfir 1860, líklega að minnsta kosti til 1862. 1 yngri
vísitasíum er gömlu dúkanna að engu getið.22
Hvernig lengjan barst Guðrúnu Gísladóttur í hendur er ekki vitað,
en einhver tengsl kunna að vera milli þess og hins að Eiríkur Briem,
síðar prestaskólakennari, er hún giftist 1874, kom í Laxárdal í vísi-
tasíuferð Péturs Péturssonar biskups 1870, sem skrifari hans.23 Vera
má að leifar altarisdúksins með sprangbrúninni hafi þá enn verið í
kirkjunni eða á staðnum er vísitasían fór fram, án þess að þeirra
hafi verið getið, þar sem um útskrifaðan skrúða var að ræða. Hitt
er þó líklegra, vegna orðalagsins í skrám Þjóðminjasafnsins á
þann veg að lengjan sé frá gömlu fólki í dalnum, að altarisdúkurinn
með riðsprangsbrúninni hafi verið kominn í einkaeign þar vestra,
áður en spranglengjan komst á safnið fyrir tilstilli Guðrúnar.24
III Korpóralsklútur frá Staðarfelli.
Eins og sagt var í upphafi þessa máls, olli nánast tilviljun því að
mér varð ljóst að korpóralsklútur úr silkiriðsprangi áþekkur lengj-
unni úr Laxárdal kynni að leynast í Staðarfellskirkju. Er hann kom
í leitirnar hafði hann að því er virðist legið við kirkjuna um langt
skeið án þess að honum væri sérstakur gaumur gefinn, og ókunnugt
var um uppruna hans. Eins og fyrr sagði hafði hans þó verið getið
og honum raunar lýst árið 1911, en þá kom Matthías Þórðarson, þá-
verandi þjóðminjavörður, að Staðarfelli og skráði hann á bók ásamt
öðrum gripum kirkjunnar: „... Patínudúkur er „fíleraður“ dúkur,
rauður með ísaumuðum blómum með ýmsum lit, stærð 48x44 cm, all-
gamallegur."25 Gegnir nokkurri furðu, að Matthías, jafn glöggur
og hann var á merka kirkjugripi, skuli ekki hafa sýnt korpórals-
klútnum — eða patínudúknum eins og hann nefnir hann — meiri
áhuga en fram kemur í þessari lýsingu, þar sem ætla verður að
honum hafi verið kunnugt um riðsprangslengjuna úr Laxárdal.
Klúturinn er mest 46 cni á hæð og 51,5 cm á breidd. Grunnurinn er
úr rauðu (fremur lifrauðu) neti, hnýttu úr s-tvinnuðu snúrusilki.
Er rauði liturinn eilítið dekkri en á Þjms. 898 (minna upplitaður?),
11