Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 142
146
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ferjufjall er haldið til suðurs í átt að Crafarlöndum. Sól er gengin til
viðar, og það eru uppgefnir menn sem ganga til náða í Grafarlönd-
um þá um nóttina. Lokaáfanginn um öræfi íslands er nú framundan.
Riðið er að Ferfjufjalli og yfir það. Jökulsá blasir við vatnsmikil og
óárennileg. Ekki þýðir að láta deigan síga. Hestar eru reknir út í og
mannskapur og farangur ferjaður. Allt tekur þetta sinn tíma, og
það er farið að halla degi, þegar sér heim til Möðrudals.
LokaorS
Að endingu vil ég þakka Jóni Sigurgeirssyni fyrir það, að hafa
vakið áhuga minn á hinni týndu leið yfir Ódáðahraun. Þótt leitin hafi
borið meiri árangur en nokkurn óraði fyrir í upphafi, er ekki víst
að það verði efst í huga, þegar litið er yfir farinn veg, heldur hitt,
að á göngu um Ódáðahraun hef ég lært að meta þá auðlind sem
óbyggðir Islands eru. I miðju Ódáðahrauni, fjarri vélaskrölti og skark-
ala nútímans, fær hugurinn tóm til að hvílast og líta um öxl. Andblær
liðins tíma leikur um vörðurnar í öræfakyrrðinni, þess tíma er biskup-
ar fóru hér um með flokk fríðra sveina. Þessa kyrrð ber okkur skylda
til að varðveita til handa komandi kynslóðum.
Gjört í Reykjavík, haustið 1979
Jón Gauti Jónsson
Heimildaskrá
Byg’gðir og bú, 1963: Aldarminning Búnaðarsamtaka Suður-Þingeyinga í máli og
myndum (700 bls.) Akureyi'i.
Ebenezer Henderson, 1957: Ferðabók; Frásagnir um ferðalög um þvert og endi-
langt ísland árin 1814 og 1815 með vetursetu í Reykjavík (456 bls.) Rvik.
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, 1975: Ferðabók 1752—1757. 2. bindi (296
bls.) Reykjavík.
Einar Sæmundsen, 1949: Fjallvegamál íslendinga á átjándu öld, bls. 13—74;
Hrakningar og heioarvegir I. Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson völdu
efnið. Reykjavík.
Einar Sæmundsen, 1950: Fjallvegamál Islendinga. Enn um Sprengisand og
leiðir austan hans, bls. 225—299; Hralmingar og heiöavegir II. Pálmi Hann-
esson og Jón Eyþórsson völdu efnið. Reykjavík.
Islenzk fornrit X, 1940: Ljósvetningasaga, Vöðu-Brands þáttr, bls. 1-—139. Rvík.
íslenzk íornrit XI, 1950: Hrafnkels saga Freysgoða, bls. 95—133, Rvík.
Jón Árnason, 1864: Systkinin í Ódáðahrauni, bls. 251—253. íslenzkar þjóðsögur
og sevintýri. Safnað hefur Jón Arnason. 2. bindi. Leipzig.