Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 66
GRELUTÓTTIR
71
F.64. Gjallþró. Leifar af gjallþróm eða bollum úr bræðsluofni. Þróin er úr
grjóti sem í hefur verið klöppuð laut eða bolli, sem gjallið hefur runnið í.
Einkennandi er skán af storknuðu gjaili í bollanum. Grjótið er allt sundur-
sprungið af hita. Brotunum var safnað saman af gólfi í smiðju I, miðhluta,
og gæti vel verið leifar af fleiri en einni þró.
F.65. Gjallþró. Leifar og brot úr gjallþróm, sem safnað var saman af gólfi í
smiðju II, miðhluta.
Sýrvi.
Alls voru tekin 53 sýni meðan á rannsókn stóð. Fundir, sem ekki voru nein
mannaverk á, en þótti þó ástæða til að hirða, svo að hægt væri að framkvæma á
þeim greiningar, voru teknir sem sýni, svo sem koi og bein, enda líkur til þess
að þeir eyðiiegðust ef greining færi fram.
Viöarkulasýni voru tekin alls staðar þar sem kolaleifar fundust. Tvö þeirra
voru valin til C14 aldursgreiningar.
Gjall er einnig sett í flokk sýna, þótt álitamál sé hvort það skuli ekki telja til
funda. Kokkrir gjailmolar voru sendir til smásjárgreiningar.
Þá voru tekin jarðvegssýni af öllum sýnilegum jarðlögum, yfirleitt 50—200 ml.
af hverju lagi. Stundum var þó ekki hægt að ná svo miklu. Þessi sýni hafa ekki
verið greind þegar þetta er skrifað.
Jarðvegssýni
S-1 Ljóst lag, barnamold?, úr syðri langvegg skáians.
S-6 Mislit jarðlög, feit, sandblendin. Yfir gólfi í jarðhúsi I.
S-7 Leður? Á gólfi í jarðhúsi I.
S-10 Dökkbrúnt lag úr bekk við suðurlanghlið í skála.
S-20—22 Malarlag, undir smiðju II (A).
S-23—24 Gulbrúnt sandblendið leirlag, ljós mold (B).
S-25—26 Dökkt, þunnt lag e.t.v. sandur eða grasrót? (C).
S-27 Grábrúnt þunnt lag (D).
S-28—31 Dökkbrúnt mannvistarlag (E).
S-32—34 Dökkbrúnt lag' (F).
S-35—37 Viðarkolalag (G).
S-38—40 Gulbrúnt sandblendið leirlag í vegg (H).
S-41 Moldarblandað malarlag (I).
S-42 Dökkleit þunn rák (J).
S-43 Leirblandað sandlag (K).
Kolasýni
S-4 Viðarkol úr jarðhúsi I.
S-ll Viðarkol af skálagólfi.
S-12 Viðarkol úr seyði við austurgafl.
S-14 Viðarkol úr jarðhúsi I, af gólfi fyrir framan ofninn.
S-15 Viðarkol úr ofni jarðhúss I (C14 greining).
S-17 Viðarkol af gólfi í smiðju I.
S-19 Viðarkol í mngangi á smiðju II.