Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 21
GRELUTÓTTIR
27
Það hafði nokkur áhrif á val þessa rannsóknarverkefnis að 100
ára dánarafmæli Jóns Sigurðssonar var í nánd, og má kalla að í minn-
ingu hans sé rannsóknin gerð, af hálfu Þjóðminjasafnsins. En þó
átti það einnig sinn þátt í að tóttirnar skyldu rannsakaðar, að til
þessa hafa litlar sem engar fornleifarannsóknir farið fram á Vest-
fjörðum, og því full ástæða til að bæta þar um og fá með því ein-
hvern samanburð við aðra landshluta.
Texti Landnámabókar
Áður en lengra er haldið er rétt að greina frá texta Landnáma-
bókar. I öilum gerðum Landnámu er frásögnin af landnámi Arnar-
fjarðar samhljóða, svo að varla skeikar nokkru orði. Er frásögnin
á þessa leið:
Qrn hét maðr ágætr; hann var frændi Geirmundar heljarskinns;
hann fór af Rogalandi fyrir ofríki Haralds konungs. Hann nam
land í Amarfirði svá vítt sem hann vildi; hann sat um vetrinn á
Tjaldanesi, því at þar gekk eigi sól af um skammdegi.
Ánn rauðfeldr, son Gríms loðinkinna ór Hrafnistu ok
son Helgu dóttur Ánar bogsveigis, varð missáttr við Harald kon-
ung enn hárfagra ok fór því ór landi í vestrvíking; hann herjaði
á Irland ok fekk þar Grélaðar dóttur Bjartmars jarls. Þau fóru til
Islands ok kómu í Arnarfjorð vetri síðar en Qrn. Ánn var enn
fyrsta vetr í Dufansdal; þar þótti Gréloðu illa ilmat ór jgrðu. Qrn
spurði til Hámundar heljarskinns frænda síns norðr í Eyjafirði,
ok fýstisk hann þangat; því seldi hann Áni rauðfeld lond gll milli
Langaness ok Stapa. Ánn gerði bú á Eyri; þar þótti Gréloðu
hunangsilmr ór grasi. Dufann var leysingi Ánar; hann bjó eptir
í Dufansdal.
Bjartmarr var son Ánar, faðir Végesta tveggja ok Helga, fpður
Þuríðar arnkgtlu, er átti Hergils; þeira dóttir var Þuríðr
arnkatla, er átti Helgi Eyþjófsson. Þórhildr var dóttir Bjartmars,
er átti Vésteinn Végeirsson. Vésteinn ok Auðr váru bprn þeira.
Hjallkárr var leysingi Ánar, hans son var Bjorn þræll Bjartmars.
Hann gaf Birni frelsi. Þá grœddi hann fé, en Végestr vandaði um
ok lagði hann spjóti í gegnum, en Bjorn laust hann með grefi til
bana.
(Islenzk fornrit I, bls. 176—178).