Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 181
MINNINGARORÐ UM MARK WATSON
185
enn í notkun, og hreifst mjög af hinni gömlu sveitamenningu, sem
þá stóð víða enn á sínum gamla grunni.
Það mun hafa verið árið 1939 að Mark Watson kom í Glaumbæ 1
Skagafirði, hið gamla prestssetur. Enn var þá búið í gamla bænum en
nýtt íbúðarhús prestsins hafði verið reist skammt frá og viðbúið, að
hinn gríðarstóri og gamli torfbær myndi rifinn innan tíðar. Mark
Watson gaf þá 200 sterlingspund til varðveislu bæjarins, sem þá
var stórfé, og varð það til þess, að ákvörðun var síðan tekin um
endurreisn hans.
Mark Watson kynnti sér vel menningarsögu Islendinga og honum
voru mjög hugleiknar hvers kyns gamlar myndir frá Islandi sem
sýndu landið og íslenskt þjóðlíf á fyrri tíð. Sjálfur hóf hann söfnun
gamalla íslandsmynda og einkum var honum umhugað um að eignast
vatnslitamyndir enska málarans W. G. Collingwood, sem ferðaðist
ásamt dr. Jóni Stefánssyni um söguslóðir á íslandi sumarið 1897.
Auglýsti hann stöðugt eftir slíkum myndum í blöðum ytra og keypti
þær hvar sem hann fékk höndum yfir komið og eignaðist smám sam-
an meginþorra Collingwood-myndanna. Þær myndir lánaði hann síðan
Þjóðminjasafninu á sýningu og árið 1964 gaf hann Þjóðminja-
safninu allar þessar myndir, 162 vatnslitamyndir og eitt olíumálverk,
flestar afar vandlega innrammaðar. Einnig fylgdi gjöfinni olíumál-
verk af Reykjavík 1862 eftir enska málarann A. W. Fowles, sem
Mark Watson hafði látið gera mjög vel við. Árið 1965 gaf hann svo
safninu 8 myndir eftir enska málarann Edward Dayes, sem gerðar
voru eftir frumteikningum úr Stanley-leiðangrinum 1789 og 4 myndir
eftir enska málarann Nicholas Pocock frá sama tíma og enn fremur
6 pennateikningar eftir danska málarann H. A. G. Schiött frá um
1865.
Síðar sendi hann svo stækkaðar ljósmyndir, sem Collingwood tók
á ferð sinni hingað til lands, og enn fremur ljósmyndir sem hann
tók sjálfur á ferðum sínum um Island árin 1937 og ’38.
Þessar höfðinglegu gjafir Mark Watsons til safnsins verða seint
fullþakkaðar. Þær sýna best hug hans til safnsins og til Islands,
löngun hans til að landið ætti þessi menningarverðmæti.
Margar myndanna höfðu kostað hann stórfé, en sjálfur ætlaðist
hann ekki til launa fyrir og vildi ekki halda gjöfum sínum á lofti,
aðeins að þessu dýrmæti yrði sómi sýndur.
Mark ’Watson safnaði einnig um langt árabil ferðabókum um Is-
land og eignaðist er árin liðu mjög fullkomið og vandað safn bóka
um Island á erlendum málum, sem hann ánafnaði síðan Lands-