Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 147
HÁKON GAMLI OG SKÚLI HERTOGI í FLATEYJARBÓK
151
gerir hertoga sér til sæmdar ok léttis, þá skal konungr láta til
þings blása öllum mönnum þar sem hann er staddr. Ok at skipuðu
þingi skal hertogaefni setjaz á skörina fyrir hásæti konungs.
Síðan skal sá er konungr skipar til tala fyrst um þat sem konungi
þykkir viðrkvæmiligast. Síðan skal konungr upp standa sjálfr ok
gefa honum hertoganafn með þessum orðum: ,,Nafn þat sem ek
legg á þik .N. af guðs hálfu ok af því valdi sem guð hefir lét mér,
þat gefr ek þér með góðvilja, ok láti guð sjálfr sína miskunn því
fylgja með öllum þeim hlutum sem hann sér at þér hæfir helzt til
hans tignar ok minnar sæmdar ok léttis, þér til fremdar ok far-
sælu, öllum þeim til friðar ok fagnaðar, sem ek fær undir þitt vald
með guðs forsjá.“ Síðan skal konungr taka í hönd honum ok setja
hann í hásæti hjá sér. Konungr skal gefa honum sver'ö ok fá honum
í hönd. Skal hann í því við kannaz, at hann heldr þenna hertoga-
dóm af konungdóminum ok er hans sverðtakari, réttum til styrks,
röng-um til refsingar, konungi til léttis ok hans hollu ráði ok ríki
til sæmdar ok virðingar hvar sem hann má sínu liði við koma.
Skal konungr gefa honum merki til þess at konungr skipar honum
alla þá menn eptirláta ok auðmjúka, sem hann skipar undir hans
vald, sem áðr váttar um hertoga sverðtöku, ok hans hertogadóm
í öllu at styðja til allrar lögligrar hlýðni. Þetta hvárttveggja skal
konungr standandi fá hertoga. Síðan skal hertogi ganga fram fyrir
konung ok sverja eið með þeim eiðstaf sem skrifaðr er eptir
konungs eið.4
Það ber raunar á milli lýsingar Hirðskrár og myndarinnar, að sam-
kvæmt Hirðskrá á konungur að fá hertoga sverð og merki standandi
eftir að hann hefur sett hann í hásæti hjá sér, en á myndinni eru
þessir tveir liðir athafnarinnar sameinaðir í einn.5
4 Textinn er hér tekinn eftir Skarðsbók Jónsbókar, AM 350 fol. (Skarðsbók, ed.
Jakob Benediktsson (Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi XVI, KJa.
1943)), f. 92r, en stafsetning er samræmd og skáletrað það sem máli skiptir
veg-na myndarinnar. •— 1 Norges gamle Love II, ed. R. Keyser og P.A. Mundi
(Kria 1848), 399—400, er sami texti prentaður eftir AM 323 fol. með les-
brig'ð.um úr mörgum öðrum handritum.
5 Á mynd við upphaf Hirðskrár í Skai'ðsbók, f. 91ra, sem Sigurður Líndal hefur
sýnt fram á að er af þvi að konungur gerir hirðmann (Saga íslands III, 77
(myndatexti)), eru einnig tveir liðir felldir saman í einn, þeir að hirðmaður
taki krjúpandi á meðalkafla konungssverðs og taki standandi við bók úr hendi
hans til að sverja við hana eið.