Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 14
20
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Árbólc Fornleifafélagsins. Samstarf við Þjóðminjasafnið.
Stofnendur félag-sins einsettu sér þegar í upphafi að gefa út tíma-
rit um fornfræðileg efni og hófust von bráðar handa. Eflaust var
ætlunin að láta það koma út á hverju ári ef allar kringumstæður
leyfðu. Arbók hins ísienzka fornleifafélags kom fyrst út 1881 og
gilti fyrir árin 1880 og 1881, myndarlegt rit. Útgáfa Árbókar varð
síðan annað aðalverkefni félagsins, næst rannsóknum og könnunar-
ferðum, og næstum því að segja eina verkefni þess eftir 1909. Svo
sem sjá má lifir Árbók enn og er nú þriðja elsta íslenska tímaritið
sem kemur út. Hún er og eina íslenska tímaritið fyrir fornleifa-
fræði og skyld menningarsöguleg svið. Má segja að stefna ritsins sé
að birta fræðilegar ritgerðir sem hníga að ýmsu því sama sem
telsttil verkahrings Þjóðminjasafnsins og þjóðminjavörslunnar. Ann-
ars er ekki meiningin að fjölyrða mjög um Árbók hér. Hún talar
sjálf sínu máli. Aðeins fáein fróðleiksatriði.
Líf Árbókar í þessi hundrað ár hefur ekki alltaf verið auðvelt.
Kemur þar til erfiður fjárhagur og líklega stundum efnishrak. Tíu
sinnum hefur orðið að slá saman tveimur árgöngum og láta eitt hefti
gilda fyrir báða, einu sinni þremur, einu sinni fjórum, einu sinni
fimm og einu sinni sex. Þá hefur hún verið dauða næst þegar dýr-
tíð magnaðist á fimmta áratug þessarar aldar. En hún hjarnaði við
upp úr 1948 og síðan 1959 hefur hún komið reglulega út ár hvert, og
er jafnan leitast við að hafa árganginn ekki minna en tíu arkir að
vöxtum. Á móti þeim skörðum sem í áraröðina er má tína það til
að þrisvar hafa fylgirit fylgt Árbók og út hafa verið gefin fyrir-
ferðarmikil registur þrisvar sinnum, á 25 ára fresti.
Lítið er um það vitað beinlínis, hverjir sáu um útgáfu Árbókar
framan af. Aldrei er talað um ritstjóra. Sennilega hafa margir lagt
hönd á plóg. Vafalaust má telja að Sigurður Vigfússon hafi sjálfur
séð um fyrstu árgangana, trúlega með aðstoð Bjarnar M. Ólsen, en
berlega er sagt í fundargerðabók að Valdimar Ásmundsson og Eggert
Ó. Brím hafi tekið að sér að sjá um heftið sem kom út eftir lát
Sigurðar, Árbók 1888—92, einnig að Valdimar hafi séð um árgang
1898. Ætla má að Pálmi Pálsson og jafnvel einnig Jón Jacobson hafi
verið goðir liðsmenn við útgáfuna, en best er að fullyrða sem minnst
um þetta, því að heimildir um það virðast ekki vera til. Matthías Þórð-
arson er í Hver er maðurinn sagður ritstjóri Árbókar frá 1920, en það
ár varð hann formaður félagsins. Sennilega er þessi upplýsing frá
honum sjálfum. Mætti ef til vill af þessu ráða að formenn félagsins