Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 124
JÓN GAUTI JÓNSSON
ÓDÁÐAHRAUNSVEGUR HINN FORNI
„Biskups hef ég beðið með raun,
og bitið lítinn kost;
áður ég lagði á Ódáðahraun
át ég þurran ost.“
(Jón Árnason, 1864, bls. 252)
Við, sem á undanförnum sumrum höfum leitað gamalla
leiðarmerkja í Ódáðahrauni, trúum þvi að vísa þessi sé
ort í Kiðagili við heldur bág kjör. Höfundurinn, Barna-
Þórður, er kominn a.ustan yfir Jökulsá á Fjöllum, til
að taka á móti mikilli ferðamannalest, herra Oddi
Einarssyni biskupi í Skálholti (1589.—1630) og fylgd-
arliði hans. Erfiðasti hluti leiðarinnar frá Skálholti
til Austurlands er framundan og- því nauðsyn á kunn-
ugum fylgdarmanni. En biskup kemur ekki á tilsett-
um tíma. Þórður er matarlaus og snýr því heim dapur
í bragði, en krotar vísuna í uppþornað moldarflag
áður en hann fer.
Inngangur
Ódáðahraun nefnist hraunbreiða sú, er gengur norður af Vatna-
jökli og Vonarskarði, milli Skjálfandafljóts að vestan og Jökulsár á
Fjöllum að austan. Að norðan rennur Ódáðahraun saman við- Mý-
vatnshraun og eru mörk þar óljós. Hraunbreiða þessi er samsafn
fjölmargra hrauna, sem runnið hafa frá fjölda eldstöðva allt frá
lokum ísaldar og fram á þennan dag, sundurskorin um miðbikið af
sprungum, gjám og jarðföllum. Ekki er þó allt svæðið þakið hraun-
um. Meofram ánum eru víðáttumikil svæði, þakin jökulruðningi eða
framburði jökulánna, auk þess sem hraun eru víða hulin sandi eða
öðrum lausum efnum. Upp úr hraunbreiðunni rísa stök fjöll og fjalla-
þyrpingar, mynduð á ísöld eða eftir að ís hvarf af svæðinu.
Ödáðahraun er jafnan talið gróðursnautt og stendur vatnsskort-
urinn gróðrinum mest fyrir þrifum, því sú litla úrkoma sem fellur
hripar auðveldlega niður í gljúp hraunlögin. Við hraunjaðrana vella
9