Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 71
76
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þið báðir á bók einni, enda liggur nú fé á bók er N. N. bætir fyrir
sig og sinn erfingja, alinn og óborinn, getinn og ógetinn, nefndan og
ónefndan“ (Grg Ia, 206). t Staðarhólsbók kemur þetta í lok vígslóða,
og þar er röð atvika rétt, borinn, nefndur. „Nú er það fé lagt
á bók er N. bætir fyrir sig og fyrir sinn erfingja, getinn og ógetinn,
borinn og óborinn, nefndan og ónefndan“ (Grg IJ, 407).
Það er athyglisvert að hér er fé lagt á bók, en í baugatali liggur
fé á baugi, eða eins og segir: „Höfuðbaugi fylgja 6 aurar, baugþak
og þveiti átta ins fimmta tigar“ (Grg Ia, 193). Vegna bókarinnar
má ráða að þetta hafi verið lög einnig í kristni, en varla öllu lengur
en útburður barna var leyfður.
Líku máli gegnir um mannfrelsi í vígslóða: „Hann skal í lög leiða
goði sá er hann er í þingi með. Hann skal taka kross í hönd sér
og nefna votta í það vætti, að hann vinnur eið að krossi, lögeið, og
segi eg það guði, að hann mun halda lögum sem sá maður er vel
heldur, og hann vill þá vera í lögum með öðrum mönnum. Þeim sé
goð gramt er því nítir, nema fé sínu bæti“ (Grg Ia, 192).
Það er vart hugsanlegt að í Hafliðaskrá hafi staðið „goð gramt“.
Þar kann að hafa staðið eins og í Staðarhólsbók: „þeim er guð gram-
ur“ (Grg II, 190).
I eríðaþætti segir: „Barn það er móðir er mundi keypt er þá
arfgengt er lifanda kömur í Ijós og matur kömur niður“ (Grg II,
98, og samhljóða í Grg Ia, 222, nema „matur kömur í munn“). Enn-
fremur er þar þetta nýmæli: „Ef sá maður andast er barn á í vonum,
þá er barnið eigi arfgengt nema lifanda komi í ljós og matur komist
niður“ (Grg II, 68; sbr. Ia 223).
Það að miða arfgengi barnsins við að það hafi nærst, á við tíma
þegar útburður barna var löglegur, og nýmælið sem lýtur að því að
arfgengið nái einnig til launbarna, hlýtur að vera gert mjög snemma
í kristni, sennilega þegar barnaútburður var afnuminn, þar sem
láðst hefur að breyta næringarákvæðinu í að barnið hafi náð sltírn.
Eftir að kristni var orðin föst í sessi hafa þetta ekki verið lög, og frá-
leitt skráð sem slík eftir 1117. Að nýmæli af þessu tagi hafi verið í
munnlcgri geymd í meira en öld yfirgengur minn skilning. Það er
vart um annan möguleika að ræða en að þetta hafi verið skráð
meðan það voru lög.
Forn ákvæði Ný ákvæði
1. „Ef sá maður verður veginn er „Ef launbörn eru, þá eigu þau
eigi er kominn í ætt að lögum, í föðurátt að hverfa til fram-