Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 43
48
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Við austurgaflinn tóku útlínur kolalag'sins á sig hinar einkenni-
legustu mvndir, sem erfitt er að gefa skýringu á. Þó er hægt að
hugsa sér að eitthvað hafi staðið í SA-horni hússins, sem kom í veg
fyrír að gólfskán næði að myndast þar. Um 1 m frá norðurveggn-
um teygir gólfskánin sig eins og dálítil tunga til suðausturs. Er helst
að sjá að hún gangi á ská gegnum austurgaflinn. Þarna gæti hafa
verið lítið skot inn i gaflinn, en sennilegra þykir mér, að inngang-
arnir í liúsið liafi verið tveir, sinn á hvorum gafli, og að þetta sé
annar þeirra. Ef svo er, hefur verið innangengt úr smiðjunni í af-
girta svæðið IX sem greina má á 2. mynd.
Aöalinngangurmn í hú.sið mun hafa verið á vesturgaflinum við
suðurhornið. Þar var mikið og þykkt lag af kolasalla út í gegnum
vegginn. Breidd inngangsins hefur verið um 1 m.
Veggir hússins voru alveg eyddir og sáust ekki í jarðvegssniðum,
nerna ógreinilega á cinsíaka stað. Þannig virðist vesturgaflinn hafa
verið a.m.k. 1 m á þykkt. I jarðvegssniði. sem grafið var til norðurs
í gegnum vegginn, sást dökka grasrótin fyrir utan húsið, 1,60 m
norðan við gólflagið. Þykkt norðvesturveggjar hefur því ekki verið
meiri en 1,60 m, en sennilega nokkru minni. Þykkt suðurveggjar og
austurgafls tókst ekiíi að afmarka nákvæmlega, en hún mun vera
á bilinu 1—1,40 m.
Þakiö hefur hvílt á einfaldri stoðaröð. Hún var ekki eftir húsinu
miðju, eins og ætla mætti, heldur um 1,40—1,80 m frá norður-
vegg og um 2,40—2,80 m frá suðurvegg. Þarna munar því einum
metra til norðurs. Svo er að sjá sem grafnar hafi verið grunnar holur
fyrir fjórum stoðum, af 5 eða 6. Austasta stoöarholan er 30 sm í
þvermál og 20 sm djúp. Milli hennar og næstu holu er 1,10 m, sú er
15 sm í þvermál og rúmlega 30 sm djúp. 1,6 m vestur af henni er
þriðja holan, sporöskjulaga, milli 20—30 sm í þvermál og um 20 sm
djúp. Fjórða holan er aðeins úr línu við hinar holurnar, rúmum
metra vestur af þriðju holunni, en er þó sennilega líka stoðarhola.
Utlit hennar er tigullaga, þvermálið um 20 sm og dýptin 30 sm.
Fimmta stoðin hefur sennilega staðið á stoðarsteini, því að ekki
fundust fleiri stoðarholur. I beinu framhaldi af þremur fyrstu holun-
um og 1,70 m vestan við þá fjórðu eru tveir flatir steinar og einn á
rönd. Eðlilegast er að hugsa sér, að þar hafi fimmta stoðin verið.
Ekki verða. leiddar getur að fleiri stoðum.
Greinilegt eldstæði var ekki að finna í húsinu, hins vegar voru 2—3
þyrpingar af steinum og steinflísum á gólfinu norðanverðu. Einnig
voru litlir steinar og hellubrot dreifð um suðui'hlutann. Flestir báru