Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 139
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Spurningar vakna
Á göiigu og í leit að vörðum í Ódáðahrauni hafa ýmsar spumingar
sótt á hugann, auk þeirra sem þegar hefur verið getið um. Við leitar-
menn höfum reynt að svara þeim jafnóðum, þó oft verði að byggja á
veikum forsendum. Fyrsta spurning er hlýtur að vakna er sú hvort hér
sé ekki fundin sú leið er biskupar fóru forðum til yfirreiðar um
Austurland. Þessari spurningu vill vörðuleitarfólk svara játandi, því
svo grannt hefur verið leitað, að önnur vörðuð leið milli Möðrudals
og Skjálfandafljóts kemur vart til greina á þessum slóðum. Hvað
snertir vörðurnar á vesturhluta svæðisins, sem ekld falla að leiðinni,
má geta sér þess til að leiðin hafi flust til í kjölfar uppblásturs, en
leið þessi var sennilega notuð í 6—700 ár. Þetta leiðir af sér þá spurn-
ingu, hvaða breytingar hafi orðið á gróðurfari síðan land byggðist.
Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur hefur komist að þeirri ,nið-
urstöðu, að framdalir Bárðardals, þar sem nú er auðnin ein, hafi
byggst við landnám, en uppblástur hafi hafist strax við tilkomu
mannsins (Sigurður Þórarinsson, 1977, bls. 5—38). Ætla má, að
Suðurárhraun hafi þá einnig verið gróið land, en nú er það gróður-
laust að kalla. Þrenn veigamikil rök skal nú færa fyrir þessum stakka-
skiptum Suðurárhrauns. 1 fyrsta lagi er það mjög úfið og illt yf-
irferðar, og þar sem hin varðaða leið liggur um hraunið virðist það
ófært hestum. 1 öðru lagi eru það réttirnar eða aðhöldin, sem fund-
ist hafa í hrauninu. Ef slíkar réttir væru byggðar nú myndu þær
vera byggðar utan í hraunkömbunum en ekki uppi á þeim. Því álykt-
um við, að þær hafi verið byggðar á þeim tíma er hraunið var
gróið og aðeins hraunkambarnir stóðu upp úr. Þriðju og veigamestu
rökin fyrir gróðri í Suðurárhrauni má finna, ef grafið er í sand-
hvilftir í hrauninu. Þegar komið er niður úr sandinum tekur við
örþunnt lag af gróðurmold en þar fyrir neðan þykkt svart öskulag, ó-
hreyft að mestu. Þetta mun vera lag það, sem Sigurður Þórarinsson
jarðfræðingur hefur fundið víða um Norð-Austurland og telur vera
ættað frá Kverkfjöllum á seinni liluta 15. aldar (Sigurður Þórarins-
son, 1977, bls. 18—21). Undir öskulaginu tekur við þykkt lag
af gróðurmold. Þetta færir okkur heim sanninn um það, að Suður-
árhraun hafi verið gróið a.m.k. fram á 16. öld, því eftir að askan féll,
náði gróður aftur að dafna.
Á melunum austan Suðurárbotna finnast haldlítil merki um gróður.
Þar eru allar vörður hrundar, en það gæti einmitt bent til þess, að