Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 62
GRELUTÓTTIR
67
Þessar niðurstöður hafa ekki verið leiðréttar með tilliti til hugs-
anlegs, staðbundins mismunar á C14/C12 hér við ísland.
Þegar þessar tölur eru bornar saman kemur í ljós, að jarðhús II
virðist örlítið eldra eða frá um 850 og jarðhús I frá um 900, en
raunar er munurinn ekki meiri en svo, að þau gætu verið samtíma
eins og’ tölurnar hér að ofan sýna.
Meðaltal mælinganna fjögurra gefur aldurinn 850 ± 40.
Niðurslaða
I stuttu máli verður niðurstaða ofangreindrar rannsóknar sú, að
landnám á Eyri hefst um 900 e. Kr. Þá er reistur þar skáli, tvær
smiðjur og grafin tvö jarðhús. Örugg vitneskja er um þessi hús, en
húsin hafa vafalaust verið fleiri, þó þeirra sjáist ekki merki lengur.
Leifar af garðbrotum í grennd við bæinn benda, eins og vænta
mátti, til skepnuhalds.
Fundnir munir gefa ekkert sérstakt ríkidæmi til kynna, síður en
svo. Verkfærin, löðin, grefið og aðrir járnhlutir, ásamt smiðjunum
tveimur, eru þó vottur um allumfangsmikla járnvinnslu, rauðablástur.
Ef til vill hefur þangbrennsla til saltgerðar verið stunduð á staðn-
um.
Búseta hefur ekki orðið langvinn, en þó svo löng að byggt var við
skálann að húsabaki. Að öllum líkindum er búið að yfirgefa bæinn
um eða fyrir ár 1000. Það hefur trúlega gerst um leið og menn áttuðu
sig á hinlu varhugaverða nábýli við ána.
Bærinn á Eyri er hvorki meðal stærstu rústa frá landnámsöld né
hinna minnstu sem fundist hafa. Ég hygg að hann hafi á sínum
tíma getað talist sem sæmilegur miðlungsbær, en varla meira en svo.
Rit sevi vitnaö er til.
Arnheiður Sigurðardóttii: Híbýlaliættir á miðöldum. Reykjavík 1966.
Eyrbyggja saga. Islenzk fornrit IV. Reykjavík 1943.
Gísla saga Súrssonar. íslenzk fornrit VI. Reykjavík 1943.
Guðmundur Finnbogason: Saltgerð, Iðnsaga Islands II. Reykjavík 1943.
Kristján Eidjárn: Kléberg á Islandi. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1949—-
50, bls. 41-—-62. Reykjavílc 1951.
Landnámabók. Islenzk fornrit I. Reykjavík 1968.
Nanna Ólafsdóttir: Baðstofan og böð að fornu. Árbók hins íslenzka fornleifafé-
lags 1973, bls. 62—86. Reykjavík 1974.
Sveinbjörn Rafnsson: Studier i Landnámabók. Lund 1974.
Þór Magnússon: Sögualdarbyggð í Hvítárholti. Árbók hins íslenska fornleifa-
félags 1972, bls. 5—80. Reykjavík 1973.