Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 127
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fjalli, norður fyrir Herðubreiðarfjöll (Þorvaldur Thoroddsen, 1958,
bls. 335), og áfram við og við að Fremri námum (Ketildyngju).
Getur hann m.a. um klif upp úr einni g'jánni og voru þrjú vörðubrot
á barminum. Hann segir síðan: ,,Hefur klifið auðsjáanlega einhvern
tíma verið rutt, en nú er grjót mjög fallið í það úr börmunum"
(Þorvaldur Thoroddsen, 1958, bls. 348).
Þórður Flóventsson, sem bóndi var í Svartárkoti í Bárðardal um
og eftir síðustu aldamót skrifaði bók um laxa- og silungaklak. Aftast
í henni er kafli er nefnist Bárðdælaþáttur. Þar minnist Þórður lítil-
lega á vörður og tengir þær ferðum yfir Ódáðahraun (Þórður Fló-
ventsson, 1929, bls. 192).
Hinn kunni ferða- og fræðimaður Ólafur Jónsson, sem manna mest
hefur ferðast um Ódáðahraun og skrifað um það mikið rit, getur
lítið um vörðufundi í ferðaþáttum sínum. Hann segist þó hafa séð
klif það, sem Þoi*valdur minnist á, og segir það muni að öllum lík-
indum vera hið forna örnefni Bræðraklif á vesturbarmi Hafragjár,
og minnst sé á í gömlum landamerkjaskrám (Ólafur Jónsson, 1945,
bls. 290 og 293).
Pálmi Hannesson ferðaðist nokkuð um Ódáðahraun og í bók hans,
Frá óbyggðum, fjallar hann m.a. um hina gömlu leið. Pálmi er með
miklar vargaveltur og athyglisverðar um líklegustu leiðina og er grein
hans um þetta efni hin fróðlegasta (Pálmi Hannesson, 1958, bls.
104—124).
Þá hefur dr. Trausti Einarsson skrifað hugleiðingar um Sprengi-
sandsveg og liklegustu leið yfir Ódáðahraun, í tímarit Sögufélags-
ins, Sögu, árið 1976. Telur Trausti, að leiðin hafi legið mun sunn-
ar en aðrir hafa haldið fram, eða urn Öxnadal og Trölladyngju (Trausti
Einarsson, 1976, bls. 69—88).
Hafin sJcipulögð leit
Eins og fram kemur í inngangi hófst árið 1976 skipulögð leit að
hinni týndu leið, sem bori ðhefur þann árangur að búið er að finna
varðaða leið milli Möðrudals og Skjálfandafljóts. Hér hefur ekki
verið um tilviljanakennda vörðufundi að ræða, því leitað hefur
verið skipulega og dreift um allstórt svæði. Ólíklegt verður þó að
telja, að enn séu öll kurl komin til grafar, auk þess sem ýmsar spurn-
ingar hafa vaknað við leitina, sem ekki hafa fundist viðhlítandi svör
við.
Verður nú vörðuleið þessari lýst nánar. Farið verður frá Möðru-