Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 127

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 127
132 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS fjalli, norður fyrir Herðubreiðarfjöll (Þorvaldur Thoroddsen, 1958, bls. 335), og áfram við og við að Fremri námum (Ketildyngju). Getur hann m.a. um klif upp úr einni g'jánni og voru þrjú vörðubrot á barminum. Hann segir síðan: ,,Hefur klifið auðsjáanlega einhvern tíma verið rutt, en nú er grjót mjög fallið í það úr börmunum" (Þorvaldur Thoroddsen, 1958, bls. 348). Þórður Flóventsson, sem bóndi var í Svartárkoti í Bárðardal um og eftir síðustu aldamót skrifaði bók um laxa- og silungaklak. Aftast í henni er kafli er nefnist Bárðdælaþáttur. Þar minnist Þórður lítil- lega á vörður og tengir þær ferðum yfir Ódáðahraun (Þórður Fló- ventsson, 1929, bls. 192). Hinn kunni ferða- og fræðimaður Ólafur Jónsson, sem manna mest hefur ferðast um Ódáðahraun og skrifað um það mikið rit, getur lítið um vörðufundi í ferðaþáttum sínum. Hann segist þó hafa séð klif það, sem Þoi*valdur minnist á, og segir það muni að öllum lík- indum vera hið forna örnefni Bræðraklif á vesturbarmi Hafragjár, og minnst sé á í gömlum landamerkjaskrám (Ólafur Jónsson, 1945, bls. 290 og 293). Pálmi Hannesson ferðaðist nokkuð um Ódáðahraun og í bók hans, Frá óbyggðum, fjallar hann m.a. um hina gömlu leið. Pálmi er með miklar vargaveltur og athyglisverðar um líklegustu leiðina og er grein hans um þetta efni hin fróðlegasta (Pálmi Hannesson, 1958, bls. 104—124). Þá hefur dr. Trausti Einarsson skrifað hugleiðingar um Sprengi- sandsveg og liklegustu leið yfir Ódáðahraun, í tímarit Sögufélags- ins, Sögu, árið 1976. Telur Trausti, að leiðin hafi legið mun sunn- ar en aðrir hafa haldið fram, eða urn Öxnadal og Trölladyngju (Trausti Einarsson, 1976, bls. 69—88). Hafin sJcipulögð leit Eins og fram kemur í inngangi hófst árið 1976 skipulögð leit að hinni týndu leið, sem bori ðhefur þann árangur að búið er að finna varðaða leið milli Möðrudals og Skjálfandafljóts. Hér hefur ekki verið um tilviljanakennda vörðufundi að ræða, því leitað hefur verið skipulega og dreift um allstórt svæði. Ólíklegt verður þó að telja, að enn séu öll kurl komin til grafar, auk þess sem ýmsar spurn- ingar hafa vaknað við leitina, sem ekki hafa fundist viðhlítandi svör við. Verður nú vörðuleið þessari lýst nánar. Farið verður frá Möðru-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.