Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Qupperneq 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Qupperneq 6
38 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS að bakhlið stoðanna, en það er öðruvísi en í A og ætti þá að benda til mjórri seta en ef hliðfjalirnar féllu framan á þær. Hér má bæta við að stoðaraðirnar eru svo hlykkjalitlar að auðvelt ætti að vera að negla beinar fjalir hvort sem er framan eða aftan í þær, en þó með því að hlcypa sumsstaðar undir. Það vcrður að viðurkenna að hvergi sjást nein ummerki eftir þess háttar smíð. Ekki er annað, sem bendir á framblið seta, og hvergi var svo brattur stallur við gólfbrúnir að það krefðist stoðar af brík. Ekki var heldur að sjá annarsstaðar neinar trjáleifar, hvorki úr þiljum né framhliðum setanna í B. Þó má nefna gjörfúnar leifar af spýtu, sem lá þvert á nyrðra seti á milli stafanna BNúI og BNiI, 0,65 m löng og allt að 0,06 m brcið. Þetta kynni að vera leifar af oka undan þilju setsins. Nokkru vestar lá svipuð spýta og viðlíka fúin langs- um upp í setinu, 0,90 m löng og 0,06 m breið. Ekki er að sjá að hún hafi neina byggingarlega þýðingu hafi fjalagólf verið yfir sctinu á þessum stað. Hér má benda á að framan við stefnu stafanna BNi, ein- mitt í vestasta stafgólfi, voru steinar, sem stóðu allt að 0,13 m upp úr gólfinu. Hugsanlegt er að setþiljan hafi endað við stafina BNiI—BNúI, þar sem leifar okans lágu og að krókurinn þaðan vestur að þili hafi verið ætlaður til sérstakra starfa svo sem að þar hafi kvörnin staðið eða annað þess háttar, en alls ekki sáust ummerki eftir slíka starfsemi og ekki vakti yfirborð setsins á þessum stað sérstaka athygli. Ef dæma má eftir þeim ummerkjum, sem hér hefur verið lýst, hafa útstafir í B, skálanum, verið nriklu gildari en innstafir, en hvort þctta hefur aðra þýðingu en þá, að þessu sé þannig háttað vegna þess að inn- stafir hljóta ævinlega að vera allt að tvöfalt lengri en útstafir og eigi tré á annað borð að vera löng, er örðugra að afla gildra trjáa en grannra. Þegar sleppir leifum af stafaröðum og umbúnaði fyrir útstafi, fundust engar leifar af innviðum hússins né menjar um uppgerð, og er því fátt hægt að segja um byggingarhætti þess. Ekkert mælir þó á móti því að þeir hafi verið svipaðir því sem var í eldri skálum svo sem í Gröf í Oræfum eða Stöng í Þjórsárdal, cn sú vitneskja er þó lítil bragarbót. Um byggingarlag þessara húsa er einnig og fátt vitað með fullri vissu.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.