Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Side 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 04.01.1986, Side 27
KÚA13ÓT í ÁLFTAVERI VI 59 Mynd 22. Norðausturlwm kirkjutóttar. Greina má leifar af fóttré undan þili. Ljóstn. Gísli Gestsson. Fig. 22. The north east corner of the church. Remains of a wainscot. Photo Gísli Gestsson. í tóttinni varð vart fleiri ummerkja eftir timburvcrk, sem nú skal frá greina. Með veggjum voru trjáleifar og moldarstallar sem bcnt gætu til þcss, að húsið hafi verið þiljað að innan. Tekið skal fram að moldarstallarnir voru of mjóir til þess að vera undan bekkjum. Meðfram norður- og austurvegg voru leifar af tré, sem legið hefur lárétt á stoðarstcinum. Virtist hafa verið allstór ígreypt nót á efri hlið þess, og að þetta hafi verið fóttré undan þili. Allt var þetta illa komið af fúa og vantaði alveg neðra borð á timbrið. Pví varð ekki unnt að taka það upp, en ljós- myndir varpa skýru ljósi á þetta.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.