Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Qupperneq 2
6
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1637’, því að annars hefði grópið verið báðum megin eða ekkert. Neðan í
þær báðar eru leifar af 7 þumlúnga lángri klauf, og hefir sú klauf verið sett
ofan á undirstokkinn, eða sem ýmist hét AURSTOKKUR eða AURSILLA
(sjá máldaga Jóns Vigfússonar um Stað í Kinn og Múla) og neglt síðan í
gegnum með tveim stórurn trénöglum. Af þessu má helzt ráða, að lítið
muni vanta neðan á þær, samt er það eigi með öllu víst, því að klofan gat
síðar hafa verið færð upp eptir þeim, hafi fúnað neðan af þeim eins og
öðrum stoðum kirkjunnar. Á efri endanum er og eins og leifar af klauf, og
tvö stórnaglagöt til að negla stoðina við silluna, sem hefir verið SLAG-
SILLA” síðast, en getur vel hafa verið DRAGSILLA’” upphaflega. Um
það er eigi hægt neitt að ákveða. Allt bendir sarnt lieldur á það, að lítið
vanti ofan og neðan á stoðirnar, enda stendur mjög vel á rósum bæði ofan
og neðan, til þess að þær hefði hina upprunalegu lengd að mestu leyti, en
þó er það eigi alveg víst, því að klaufin, sem hefir verið í þær ofanverðar,
og sem sjást leifar af, gat hafa verið færð ofan í þær síðar, og naglagötin
ýngri, enda vita menn, að sumar þess kyns stoðir hafa verið með höfði
(caput) að ofan, sem alveg vantar á þessar. En hitt er eigi þarmeð sannað,
að allar skála- eða kirkjustoðir hafi haft höfuð, eða hvernig um þær hafi
verið búið að ofan.
Þær stoðir og stoðapartar úr Hrafnagils-skálanum, er eg hefi séð, fimm
að tölu, munu hafa haft sama lag, og líka þykkt og breidd upprunalega; en
flestar höfðu þilgrópið báðum megin, ef eg man rétt, og eins minnir mig
að væri á þeim 4-5 stoðum og stoðapörtum, er eg sá 1856, úr Mælifells-
skálanum. Þær voru líka að öðru leyti eins í laginu, og ef eg man rétt
negldar utan á silluna, en ekki með dragi. Tvær af þeim eru nú í safninu í
Kaupmannahöfn: Worsaae's nordiske Oldsager 1859, nr. 508.
Upp eftir allri annari stoðinni gánga mjög haglega skornar hríngrósir,
sem hríngast í 8 bugum, en innan í hverjum bug, nema tveim hinurn efstu,
* Það ár var Laufás staður tekinn út í hendur Jóni presti Magnússyni af erfingjum sira
Magnúsar Ólafssonar, og voru þá stoðirnar innan við dyr hákirkjunnar og þar fram af
forkirkja. Sú kirkja var alveg timburkirkja. Enn fremur er sagt um hina fyrri timbur-
kirkju 1631, að hún var þá að falli komin og stólpar allir neðan fúnir, hún var og öll af
tré og stórt hús.
** Slagsillu hefi eg heyrt gamla menn kalla sillur tvær, sem liggja á haki á stoðinni, eða
stalli, og er þá stoðin negld eða slegin fast við silluna, svo hún eigi gangi fram.
*** Dmgsillur hefi eg heyrt kallaðar sillur þær, sem gánga ofan í klauf eða klofu á efri enda
stoðanna, sem mun heita drag-, sbr. fjalladmg = lítill dalur, og draglaut neðan í skeifum,
þar af nafnið dragstapira, sjá máldaga Jóns Vigfússonar um Stað í Kinn og Múla. Það er og
víða getið um dragsillur og höfuðsillur, sem ef til vill gjörir eins líklegt, að dragsillur sé
með grópi neðan í fyrir þilið, sem var yzt í kirkjunum, en innri sillurnar eða höfuðsillurn-
ar á útbrota-kirkjum hafa ekkert þilgróp haft, því þar var ekkert þil.