Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 4
8 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS er ferfættur vargur eða dýr, með stórum klóm og gapanda gini. Þetta dýr hefir stóran og lángan hala með stórum lagði á endanum. A nr. 189 eru lík dýr, með hinum sömu einkennilegu lángrákum á háls- inum. [Hér á Sigurður við silfurpör með skildi á millum kringlóttum.] All- ar rósirnar eru í heiðínglegum býsönskum stíl, sem helzt sést af blöðunum og blómum, en skurðurinn á þessari stoð virðist að hafa það úr heiðna andanum, að víða þar, sem hafa átt að verða blöð eða blóm, hafa óvart læðzt inn drekasporðar í staðinn fyrir blöð og blóm, af gömlum vana. Það, að tómar rósir eru í tveimur efstu bugunum, en engin dýr, bendir og á, að lítið muni vanta ofan á stoðirnar, og bendir lag rósanna til þess. Bæði rós- irnar og dýrin á þessari stoð er alveg gjört í sama anda og á þeim tveimur stoðapörtum úr Mælifells-skálanum, er eg gat um áður, svo að næst mér er að halda, að það sé eptir sama manninn. Hin stoðin er mjög frábrugðin hvað skurðina snertir, en þó lýsir sér í henni sami andi. Þar eru engin dýr, og rósirnar miklu smærri, ganga þær allar út frá einskonar miðlegg, og hríngast svo og hríslast til beggja hliða upp eptir stoðinni með blöðum í býsönskum stíl, og drekasporðablöðum í hálfheiðnum stíl. Það, að þessar tvær stoðir hafa svo ósamkynja útskurð, bendir á, að þær hafi eigi staðið saman upphaflega eða hvor á móti annari við dyr, heldur bendir það á, að stoðirnar hafi upprunalega verið margar, eða að minnsta kosti fjórar, og tvær af þeim jafnan nokkurnveginn samkynja; enda sést, að kirkjan hafði marga stólpa 1631, sem voru þá orðnir fúnir, eins og áður er sagt. Um ald- ur þessara merku stoða er eigi hægt að svo stöddu að ákveða með vissu. Það er alþýðu munnmæli, að þær sé handaverk Þórðar hreðu." Næstur skrifaði Pálmi Pálsson í Arbók Hins íslenzka fornleifafélags 1896 um Laufásstafi, sem hann nefnir stoðir eins og Sigurður Guðmunds- son. Pálmi lýsir sjálfum stöfunum á svipaðan hátt og Sigurður og segir það „eigi algerlega víst hvar í kirkjunni stoðir þessar hafa verið upphaf- lega og verður ef til vill aldrei sannað til fulls" en telur þó að sú stoðin sem vottar fyrir grópi á „hafi staðið við kirkjudyrnar öðru megin, enda munu þær varla vera frá sömu dyrunum eða yfir höfuð eiga saman, því að skurðverkið er svo ólíkt á þeim, enda þótt þær séu eflaust jafngamlar báð- ar. Þær hafa að líkindum, ef þær hafa ekki önnur eða báðar upphaflega verið stoðir inn í sjálfri kirkjunni, staðið næst sjálfum dyrastöfunum, sem gerðir hafa verið í líking við súlur með boga í milli yfir dyrunum en dyrnar munu þó hvergi nærri hafa verið eins háar og stoðirnar, sem gengið hafa upp undir eða upp á þilbitann; á báðum stoðunum sjást að eins merki til klaufar eða stalls að ofan og neðan, þar sem þær hafa verið festar við bit- ann eða sylluna og aurstokkinn." Þá bendir Pálmi á að árið 1637 „stóðu stoðir þessar beggja vegna við dyr hákirkjunnar, en þar fram af var for-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.