Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 10
14 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ina snertir, en þó lýsir sér í henni sami andi. Þar eru engin dýr, og rósirnar miklu smærri, ganga þær allar út frá einskonar miðlegg og hríngast svo og hríslast til beggja hliða upp eptir stoðinni með blöðum í býsönskum stíl, og drekasporðablöðum í hálfheiðnum stíl." Enda þótt Sigurður Guðmundsson telji „að lítið vanti ofan og neðan á stoðirnar" trúi ég því gagnstæða. Séu þetta skreyttir dyrustafir á borð við þá sem enn má finna dæmi um í norskum stafkirkjum, sem „a priori" eng- in ástæða er til að efast um, þá verður að gera ráð fyrir a.m.k. sléttum fleti neðst. (3. mynd) I annan stað er það sýnilegt að listrænan endahnút vantar á báða stafi, bæði uppi og niðri. Hversu mikið á vantar er svo annað mál, sem nú skal rætt. Ég hygg að auðveldara sé að átta sig á dýrastafnum. Til þess þarf m.a. að leita samanburðar við skylda stafi og er ekki langt að fara. Við hlið Laufásstafa í fornaldarsal hanga nefnilega aðrir þeim mjög skyldir að skrautverki, komnir frá Mælifelli í Skagafirði. (6. mynd) Þetta sá Sigurður Guðmundsson strax. Hann taldi m.a. mjög líklegt að sami maður hefði báða gert. Lítum á formstef Mælifellsstafa. Snigilteinungur með ívafi af ljóni og dreka annars vegar, en ljóni og hind hins vegar. Á öðrum þeirra eru vafningasniglarnir með vissu fimm, sem í er brugðið dýrum, en engar rósir eins og Sigurður Guðmundsson mundi kalla það. Aftur á móti eru rósir í einni slyngjunni á hinum stafnum en einungis þrjú dýr. Á Mæli- fellsstafi vantar bersýnilega á allar hliðar. Það sem líkt er með Mælifells- stöfum og dýrastafnum frá Laufási er þá þetta: 1. Á þeim eru snigilteinungar með því lagi, sem kallað er „hlaupandi hundur" á erlendum málum og í er ofið annars vegar dýrum og hins veg- ar rósum eða blöðkum. 2. Dýrin eru neðan við rósirnar og skipa að því er virðist meira rúm. Auk þess eru dýrasniglarnir flestir fimm, fæstir þrír. 3. Rósasniglarnir eru flestir tveir, fæstir einn. Á annan Mælifellsstafinn vantar alveg rós. Nú er dýrastafurinn frá Laufási töluvert slitinn neðst. Engu að síður sést að teinungurinn hefur haldið áfram niður. Vottar fyrir klauf í honum rétt ofan við neðri enda stafsins, samskonar og sést á fjórða snigli að neð- an. Stelling halans á ljóninu þar er og svo til eins og á neðsta snigli. Það er því nokkurn veginn víst að teinungurinn hefur verið lengri. Eins og áður segir voru Ijónasniglarnir fimm á annarri Mælifellsstoðinni. Það er því engin goðgá að ætla að neðan á Laufásstafinn vanti a.m.k. einn dýrasnigil. Bersýnilegt er og að dýrasniglarnir, sem sjást, eru allir af sömu lengd, deild getum við kallað þá stærð. Hún er u.þ.b. 50 cm milli þess, sem hali sker teinung. Frá slíkum skurðpunkti neðst að neðri brún eru u.þ.b. 8 cm. Niður að næsta skurðpunkti eru þá 42 cm. Þar endar vafningurinn tæpast.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.