Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 15
TVEIR ÚTHÖGGNIR DYRUSTAFIR FRÁ LAUFÁSI
19
vegar vindur hann inn á sig í
einskonar blöðku. Sú blaðka
skýtur svo smáteinungum, sem
enda í minni blöðkum, og er
brugðið undir og yfir aðalstofn-
inn. Þetta er reglubundið í deild
dýranna en með tilbrigðum í
teinungsdeildinni, þar sem efri
smáteinungurinn vefur upp á
sig utan um snigillegginn og sá
neðri úr efsta snigli gerir það
reyndar líka. Miðblaðkan virðist
enn skjóta smágrein yfir aðaltein-
unginn yst til vinstri og enda í
smáblaði í kjafti ljónanna, eins
og Ellen Marie bendir á sem
hugsanlegan möguleika, fremur
en að tunga ljónanna sameinist
þessum smáblaðastilk. Inn í
þetta meginstef eru svo ljónin
felld. Þeim er fléttað inn í það
svo haglega að ekki er misfella
á, eru líkt og hluti af teinunga-
fansinum. Framfóturinn er t.d.
látinn ganga inn í sveig tein-
ungsins sem kemur niður frá
aðalblöðkunni. Afturfæturnir
eru með sama móti látnir nema
við endablöðku þess sama tein-
ungs. Makki ljónanna er greinilega gáróttur eins og Ellen Marie bendir á
og hali þeirra endar í skúf. Þau eru með opinn kjaftinn. Enda þótt Ijónin
séu sett mjög reglubundið í snigla teinungsins, má greina ofurlítil tilbrigði
í staðsetningu þeirra og lagi. Halaskúfurinn liggur og með nokkrum til-
brigðum í teinungnum og er brugðið ýmist undir eða yfir.
Meginstef pálmettustafsins er lóðréttur stofn, mjórri og ofurlítið hlykkj-
óttur hið neðra en meiri um sig hið efra, breikkar og mjókkar á víxl í bug-
formum. (1. og 4. mynd) Upp úr og út af stofninum ganga svo einskonar
pálmettusniglar á báða bóga úr neðri stofninum á misvíxl, hægra megin
neðar, vinstra megin ofar. Úr þeim efri stofninum ganga hins vegar „ess"-
laga blöð jafnhátt báðumegin upp úr einskonar blaðbikar. Þar sem efri
9. mynd. Leifar dyrustafa frá kirkjunni í Flá á
Rennabúi. Nú í safni Vísindafélagsins í
Þrándheimi.