Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 17
TVEIR ÚTHÖGGNIR DYRUSTAFIR FRÁ LAUFÁSI
21
hefur þess verið við getið að kirkjan,
sem risið hefur af grunni skömmu eftir
1258, hafi staðið óslitið fram til 1631.'
Heimildir um Laufás frá 1258 og allar
götur fram til 1631 eru það ríkulegar
þegar á allt er litið, að teljast verður til
fullkominna ólíkinda ef ekki hefði verið
getið um nýja kirkju á staðnum. Kirkju-
skaði á slíku höfuðsetri sem Laufás var,
hefði einnig áreiðanlega slæðst inn í
annála. Ellen Marie Mageroy telur og
að ekkert sé því til fyrirstöðu listsögu-
lega séð, að stafirnir frá Laufási geti
verið frá því um 1260.
Af eðlilegum ástæðum leitar hugur-
inn fyrst til Noregs að samanburðarefni.
Ellen Marie bendir okkur fyrst á 0y-
fjell- eða Eyjafjallskirkju og Uvdal- eða
Uppdalskirkju eins og þær hétu til forna.
Vissulega er áhugavert að virða fyrir
sér blöðkulagið í sniglum dyrustafanna
frá þessunr kirkjum og bera það saman
við snigilbiöðkurnar í dýrastafnum frá
Laufási. Hvort tveggja er óneitanlega
skylt. Þá er það líka upptalið. Mér virð-
ist að sækja þurfi á önnur mið.
Á ferð um Þrændalög sumarið 1890
fann norski listfræðingurinn Lorenz
Dietrichson tvo skorna dyrustafi í skúr á grunni hinnar horfnu kirkju á
Rein í Rissu, skammt handan Niðaróss. Um kirkju þá er stafir þessir hafa
eitt sinn prýtt er ekkert vitað utan hún var rifin 1650. Við fyrstu sýn gæti
maður trúað því að þarna væri komið verk eftir höfund pálmettustafsins
frá Laufási, einkum annar stafurinn. (8. mynd) Upp eftir honum gengur
stofn liðlega upp fyrir miðju. Með jöfnu bili greinast út úr þessum stofni
um einskonar blaðbikar teinungssniglar og enda í blöðkum. Inn í sumum
sniglanna sést móta fyrir drekum. Stofninn endar við einskonar þverdeild
sem mörkuð er breiðu striki ofan. Efsti snigill vinstra megin skýtur grein-
um sínurn upp í þessa deild, jafnvel ofar og kemur þar til móts við að því
er virðist drekasporð einn frekar en tvo. Gegnum brugðning sporðsins
sést dreginn bogi settur skásettu munstri, senr vart getur verið annað en
11. mynd. Leifar dyrustafa frá kirkj-
unni á Bjár í jöðrudal. Nú í Forn-
minjasafni Oslóarháskóla.