Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 18
22
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
leifar uppdyris. Af þeim sökum ætti þessi stafur að
vera vinstra megin við dyr þegar inn er gengið.
I hásuður frá Niðarósi í suðurdölum Þrændalaga
stóð eitt sinn Flákirkja í Rennabúi, sem líklega hefur
verið rifin í kringum 1668. Tveir útskornir dyrustaf-
ir hafa varðveist úr kirkjunni og eru nú geymdir eins
og stafirnir frá Rein í Vísindafélagssafninu í Þránd-
heimi. (9. mynd) Út úr flötum stöfunum gengur súla
með trapisulöguðu höfði á. Meginstef fjalanna er
vafteinungur, sem í er brugðið dýrum í hvern vafn-
ing nema tvo á hægri staf. Þar eru annars vegar sam-
hverfar þriggja- og fjögurrablaða blöðkur um beinan
stilk en hins vegar einungis ein. Dýrin eða ljónin eru
sett með ýmsu móti, sum eru lárétt, önnur á ská og
þau þriðju lóðrétt. I stórum dráttum er þetta sama
myndbygging og á dýrastafnum frá Laufási. Á súlu
annars stafsins sést móta fyrir ekki ósvipuðu mynd-
stefi og á pálmettustaf og stöfunum frá Rein, þar
sem samhverfir snigilteinungar ganga í gegnum
hring samhliða blaðstofni.
Næst færum við okkur suður yfir Dofrafjöll og
komum niður efst í Guðbrandsdal þar sem heitir í
Vogi og nemum staðar við suðurdyr kirkjunnar þar.
(10. mynd) Frá 17. öld er hún, en við byggingu henn-
ar hafa verið nýttar ýmsar leifar eldri kirkju eða kirkna,
einkum tréskurðarverk. Eitt slíkt er stafir úthöggnir
við suðurdyr, sem við ætlum að líta nánar á. Það er
einkum súlan vinstra megin sem vekur forvitni okk-
ar. Upp eftir henni miðri að tveim þriðju hlutum
gengur stilkur eða stofn og út úr honum teinungs-
sveigur sem endar í þriggja blaða blöðkum, hnepptir
í hring þar sem þeir vaxa út úr stofninum. Þetta er
sama kerfið og á pálmettustafnum frá Laufási, nema
hringurinn þar er ekki settur um vaxtarmótin heldur
brugðið um stofninn miili sveiga.
Enn höldum við í suðurátt og komum í Gausdal.
Þar stóð eitt sinn Bjárkirkja í Jöðrudal. Hún mun
12. mynd. Formgreining á dýrastaf, er sýnir meginstefið, hinn
svokallaða hlaupandi Inind.