Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 21
TVEIR ÚTHÖGGNIR DYRUSTAFIR FRÁ LAUFÁSI
25
þau verið það mikil að "en med god rett kan snakke om en anglo-norsk
kunst istedenfor engelsk pávirkning." Setja mætti og dæmið þannig upp
að ensk stíláhrif á Islandi megi með vissum hætti kalla bein enda þótt um
Noreg fari. íslenskir listamenn hafa áreiðanlega margir hverjir numið
grein sína í Niðarósi eða Björgvin, tveim höfuðstöðvum menningar í
Noregi. Þar gátu þeir fylgst með því sem efst var á baugi hverju sinni.
Þekki ég mína menn rétt, hefur forvitni þeirra ekki síður beinst að tíðind-
um handan hafs frá enn áhrifaríkari stöðum eins og t.d. Englandi. Þess
vegna gátu áhrifin borist jafnfljótt frá Eng-
landi til íslands eins og til Noregs. Snerti-
flötur áhrifanna var hinn sami jafnt hjá hin-
um íslenska sem hinum norska listamanni.
Samskiptaleiðirnar milli Islands og Eng-
lands eru ekki það kunnar, að ekki megi
allteins ætla að enski saltarinn gæti hafa
komið til Islands um Niðarós eða að Þor-
lákur helgi og Páll biskup hafi lagt leið sína
um Björgvin eða Niðarós. Ur þessu fæst
víst seint skorið. Eðlilegt þykir mér þó að
ætla að megináhrif á íslenska list á miðöld-
um hafi borist til Islands um Noreg, enda
þótt undantekningar megi sjálfsagt margar
finna. Þetta liggur í hlutarins eðli, svo tengd
sem þessi tvö ríki voru, þjóðernislega, við-
skiptalega og stjórnmálalega.
Vissulega varðar það miklu að gera sér
grein fyrir eftir hvaða farvegum erlend list
hefur leitað til íslands á miðöldum. Hitt er
engu þýðingarminna að íhuga alþjóðlegt
eðli hennar og sérlega auðveldar samskipta-
leiðir í þann tíma. Þá var þjóðlist óþekkt
hugtak. Af þeim sökum má m.a. finna fyr-
irmyndir að formstefnum Laufásstafa suð-
ur um alla Evrópu, stilkstofninn, teinung-
inn, sniglana, blöðkurnar, ljónin og hólk-
ana. (13. og 14. mynd) Að öllu saman-
14. mynd. Samanburður á skreyti úr sömu bók
og getið er um í texta undir 13 mynd.
og hluta dýrastafs.