Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 23
TVEIR ÚTHÖGGNIR DYRUSTAFIR FRÁ LAUFÁSI
27
ur boðskapur líkt og sjá rná í dómsdeginum frá Hólurn, engin saga er á
ferðinni eins og á Valþjófsstaðahurðinni, engin tákn. Fagurfræðileg mark-
mið hafa stuggað innihaldinu til hliðar. Með sanni má segja að sjónar-
miðið fræga, listin fyrir listina, sé næstum einrátt. Islenska kirkjan hlýtur
að hafa verið umburðarlynd í trúarlegum efnum í þann tíð. Ætli hún hafi
ekki látið listamanninn einráðan?
Táknlegt rná hvorttveggja vera að Laufásskurður er gerður um það bil
er Islendingar semja af sér sjálfsforræði í hendur Hákonar gamla og svo
sem eins og mitt á milli þess er Laxdæla og Njála eru skráðar á bókfell.
Unnintr á öld Snorra, Ólafs hvítaskálds, Sturlu Þórðarsonar og þeirra
óþekktu höfunda íslendingasagna, sem allir hafa með verkum sínum bor-
ið hróður Islands vítt um heimsbyggðina. Laufáslist fæðist á einskonar
gullintíð er stundum verður í lífi þjóða, varir oftast stutt, en skapar verk er
lýsa þann tíma er menn lifa.
Eftirmáli
Á öðrum stað í verki því sem grein þessi er hluti af og fyrr er getið sýnir höfundur fram á
að Laufásstafir hafi verið óstyttir á innstafni timburkirkjunnar sem reist var af séra Magnúsi
Ólafssyni árið 1631 og stóð þar til torfkirkja Stefáns Einarssonar leysti hana af hólmi 1744.
Stefán lét stytta þá og setti á framstafn utanverðan. Ennfremur eru leidd rök að því að Lauf-
ásstafir hafi átt sér hefðbundið sæti við hákirkjudyr í timburkirkjunni sem reist hefur verið
skömmu eftir 1258 með forkirkju fyrir framan sig alveg fram til 1631.
Tilvísanir
1. Skýrsla um Forngripasafri íslands i Reykjavík, II. 1867-1870, Kaupmannahöfn 1874, bls. 16-
19.
2. Pálmi Pálsson: Um myndir af gripum í forngripasafninu. Kirkjustoðir frá Laufási. Árbók
Hins íslenzka fornleifafélags 1896, bls. 45-47. Hæðarmál það sem Pálmi gefur er rangt. Það
er 2,58 m en ekki 2,80 m.
3. Björn Th. Björnsson: íslenzkt gullsmiði. Afmælisrit gefið út af skartgripaverslun Jóns Sig-
mundssonar við Iok hálfrar aldar starfsemi XXIX. okt. MCMLIV, bls. 15.
4. Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé, Akureyri 1956, bls. 425, nr. 37.
5. Ellen Marie Mageroy: Planteornamentikken i islandsk treskurd I, Kaupmannahöfn 1967,
bls. 35.
6. Þjóðskjalasafn. Kirknasafn. XIX, 2, A.l.
7. Þjóðskjalasafn. Kirknasafn. XIX, 2, A.l.
8. Þjóðskjalasafn. Kirknasafn. XIX, 2, A.
9. Mageroy, bls. 34.
10. Mageroy, bls. 35.
11. Mageroy, bls. 36.
12. Mageroy, bls. 36.
13. Islandske annaler indtil 1578, bls. 117,322; 133,192.
14. Hér er vísað til texta um gerð og aldur þessarar kirkju í því heildarverki, sem þessi
grein er tekin úr.