Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 27
GUÐRÚN SVEINBJARNARDÓTTIR
VITNISBURÐUR LEIRKERA
UM SAMBAND ÍSLANDS
OG EVRÓPU Á MIÐÖLDUM*
Þó að íslendingar hafi allt frá upphafi byggðar í landinu orðið að vera
sjálfum sér nógir að meira eða minna leyti, voru þeir þó alltaf háðir versl-
un í einhverjum mæli. Framan af, á meðan enn voru til stór hafskip til
ferða yfir hafið, hefur þetta ekki verið vandamál, en skortur á skipaviði í
landinu sagði til sín fyrr en varði. Þar sem flytja varð inn allan slíkan við,
einskorðaðist skipaeign við stórhöfðingja og yfirvöld. Þessi skortur á skip-
um hefur sjálfsagt átt sinn þátt í því að íslendingar misstu fljótt yfirráð yfir
versluninni í hendur norskra kaupmanna.
Lítið er vitað af ritheimildum um verslun á þjóðveldisöld. Arið 1118 er
þó sagt að 35 skip hafi komið til landsins, en það virðist, samkvæmt
heimildinni, hafa verið óvenjuhá tala. 1 samningi þeirn, sem Islendingar
gerðu við Noregskonung árið 1262, var hins vegar ákvæði urn að 6 skip
skyldu sigla til íslands á ári hverju. íslendingar áttu fá hafskip á 12. öld og
13. öld.
Verslun við Island var þannig mest í gegnum Noreg framan af, og eftir
1262 urðu allar íslenskar verslunarvörur að fara í gegnurn Björgvin. Þar
var verslunin í höndum norskra kaupmanna, sem versluðu vítt og breitt,
aðallega við England og Þýskaland. Islenskar vörur höfnuðu því í þessum
löndum, og sömuleiðis má gera ráð fyrir að völ hafi verið á vörum frá þess-
um löndum til kaups á Islandi. Sem dæmi um það fyrrnefnda má nefna
vaðmálspjötlu sem fannst við uppgröft í King's Lynn á Englandi og talin
er vera íslensk að uppruna, frá 13. eða 14. öld. Talið er líklegast að hún
hafi komið til King's Lynn frá Björgvin.
Grein þessi er unnin upp úr erindi sem höfundur hélt á alþjóðlegu miðaldafornleifa-
fræðiráðstefnunni Medieval Europe sem haldin var í York í Englandi í september 1992
og er byggð á rannsóknum sem unnar voru í rannsóknarstöðu þeirri við Þjóðminjasafn
íslands sem stofnuð var í minningu dr. Kristjáns Eldjárns.