Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 28
32
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þar sem íslandsverslunin var í höndum norskra kaupmanna á miðöld-
um, myndaðist hvorki kaupmannastétt á íslandi né bæir fyrr en mun síð-
ar. Verslað var við stórbændur og kirkjuna sem fengu landskuld og tíund
greidda í vöru, og kaupskapur fór fram á þingstöðum og verslunarstöðum
sem aðeins voru notaðir tímabundið ár hvert víða um landið. Af þeim síð-
arnefndu eru best þekktir Gásar í Eyjafirði, sem virðast hafa verið í notkun
fram í lok 14. aldar, Eyrar sem fékk núverandi nafn sitt Eyrarbakki á 14.
öld, og síðar Gautavík í Berufirði, en fornleifauppgröftur þar benti til tíma-
bundinnar notkunar frá 14. öld til um 1600. Að auki var verslað við Hvít-
árós í Borgarfirði, í Hvalfirði og víðar.
Á 15. öld voru Englendingar umsvifamestir í verslun við Island, enda
öldin oft nefnd enska öldin eftir þeim. Fyrsta samtímaheimild um sigling-
ar þeirra til landsins er frá 1412. Þjóðverjar og Hollendingar komu þó einn-
ig við verslunarsö^una á öldinni. Elsta heimild um siglingu Þjóðverja
mun vera frá 1432. Á 16. öld tengdist ísland síðan dansk-vestur-þýsku
verslunarsvæði.
Ritheimildir geta um bæði útfluttar og innfluttar vörur. Af þeim fyrr-
nefndu ber í byrjun hæst vaðmál og vararfeldi, en brennisteinn og fálkar
eru einnig nefndir. Á 14. og 15. öld varð fiskurinn mikilvæg útflutnings-
vara, og þá blómstraði íslandsverslunin. Fyrsta heimild um útflutning
fisks er frá 1340. Fiskur var orðinn mikilvæg verslunarvara í Evrópu á
þessum tíma og keyptu Hansakaupmenn hann frá Björgvin, mest í skipt-
um fyrir mjöl og vín. Samkvæmt Grágás voru helstu innflutningsvörur á
13. öld mjöl, timbur, tjara, léreft og vax. Heimild frá 15. öld getur um
fleiri vörur sem enskir kaupmenn fluttu til landsins, þar á meðal smjör,
hunang og vín, malt, bjór, potta og pönnur og koparkatla.
Vitnisburður fornleifa um verslun
Flestar þeirra innflutningsvara sem nefndar eru í elstu heimildum eru
þess eðlis að þær hafa eyðst og finnast því lítil sem engin merki um þær
við fornleifauppgrefti. Þó hafa fundist brot úr járn- og koparpottum, og
kornleifar, þó ekki sé auðvelt að greina hvort um innflutt eða heimarækt-
að korn sé að ræða. Sömuleiðis hafa fundist leifar af lúxusvefnaði og leifar
af viði sem ekki er íslenskur, þó þar geti auðvitað hæglega verið um reka-
við að ræða eins og sérstaklega innfluttan við.
Fornleifafundir sýna einnig að margt hefur verið flutt inn í landið sem
ekki er nefnt í heimildum. Algengustu fundirnir á fornum bæjarstæðum
eru hlutir gerðir úr klébergi, en það er efni sem ekki er að finna á Islandi,
og brýni, einnig úr erlendu efni. Fundur óunnins klébergs (Þjms. 12128)