Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 30
34
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
flutningi. Þau voru notuð til að skenkja úr, auk þess sem leirílát voru stund-
um flutt inn sem minjagripir eða gjafir í tengslum við vínsölu.
Við uppgrefti í nágrannalöndum okkar eru leirkerabrot oft stærsti funda-
hópurinn. Þessi brot geta oft varpað ljósi á verslunarsöguna og tengsl
landa á milli yfirleitt. Rannsóknir á þessu sviði eru umfangsmiklar og á
því starfa margir sérfræðingar. Hér á landi hefur slíkurn rannsóknum lítt
verið sinnt til þessa, enda er það fyrst á seinni árum að leirkerabrot hafa
fundist hér í einhverju magni. Ber þar hæst uppgreftina í Viðey og á
Bessastöðum, sem báðir standa enn yfir þegar þetta er skrifað, en á báðum
þessum stöðum eru fundanúmer leirkera nú þegar orðin nokkur þúsund.
í Viðey var byggð allt fram á 18. öld og talið að hún hafi hafist að minnsta
kosti á 12. eða 13. öld, jafnvel fyrr. Sama er að segja um Stóruborg, þar
sem nokkurt magn leirkerabrota fannst við uppgröft. Þar er talið að byggð
hafi hafist á 11. eða 12. öld en hún stóð allt fram á 19. öld. Fyrri upp-
greftir á Islandi voru flestir á bæjarstæðum frá fyrstu öldum byggðar, sem
hafa aðeins haft 1 eða 2 byggingarskeið, og hafa engin leirker fundist þar.
Astæðan fyrir því að þessari tegund fornminja hefur lítið verið sinnt til
þessa er þó ekki fundaleysi í öllum tilvikum. Þannig var t.d. leirkerabrot-
um úr Skálholtsrannsókn safnað undir 2-3 fuirdanúmer í uppgraftar-
skýrslunni og ekkert fjallað um þau. Var því borið við að sérfræðinga vant-
aði til að greina brotin.
Rannsókn leirkerabrota sem fundist hafa á íslandi er ýmsum vand-
kvæðum bundin. Mörg brotanna eru lausafundir, þannig að ekki er unnt
að setja þau í samband við tímasett lög eða bera saman í tíma það sem
finnst. Varasamt er að nota leirkerabrot ein sér til tímasetningar. Annað
vandamál er, að mörg brotin eru það smá, að ógerningur er að sjá úr hvers
konar ílátum þau eru. Má hugsa sér að ástæðunnar fyrir þessu sé að leita í
því, að brotin finnast oft í gólflögum þar sem gengið hefur verið á þeim og
hafa sum orðið eftir en önnur lent á sorphaugi einhvers staðar. í Þránd-
heimi í Noregi eru aðstæður svipaðar, en þar hafa einnig fundist mörg
smá brot í gólflögum. Við bæjaruppgrefti finnast leirkerabrot annars oft í
holræsum og brunnum, sem notuð hafa verið fyrir sorp eftir að upp-
runalegri notkun lauk, og eru þau því oft heiliegri.
Hingað til hefur verið talið að öll leirílát sem finnast á fslandi séu inn-
flutt og enn sem komið er hefur ekkert fundist sem bendir til annars. Þó er
til nothæfur leir á Islandi og alls ekki ólíklegt að reynt hafi verið að gera úr
honum ílát, eins og gert var t.d. í Færeyjum seint á víkingaöld. Heima-
gerð leirker hafa einnig fundist í Udal á Suðureyjum, þar sem þau eru
tímasett til víkingaaldaH og á Hjaltlandi, bæði í Sandwick, á Jarlshof og
á Papa Stour, og eru þar tímasett til síðmiðalda. Þessi leirker eru hand-