Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 31
VITNISBURÐUR LEIRKERA 35 gerð og frumstæð og hafa að öllum líkindum verið brennd á eldstæð- unum sem einnig voru notuð til matargerðar og upphitunar. A.m.k. fund- ust engir leirbrennsluofnar á þessum stöðum. Aðstæður til leirbrennslu, þ.e. aðgangur að nothæfu eldsneyti, er engu betri á þessum eyjum en á Islandi. Þegar verslun við Evrópu efldist á síðmiðöldum, vék þessi heima- unna leirkeragerð á eyjunum norðan við Skotland fyrir innfluttum leirker- um frá Evrópu. Flestir þeir staðir sem grafnir hafa verið upp á Islandi hafa verið býli ýmiss konar. Fjöldi leirkerabrota sem fundist hafa við þessa uppgrefti er mjög mismunandi, eða allt frá örfáum brotum upp í nokkur þúsund brot og eru þau af ýmsum gerðum. Hingað til hefur verið talið að varla sé nokkur leirker að finna á Islandi sem eru eldri en frá um 1500. Rannsókn sú sem hér er til umfjöllunar hefur leitt annað í ljós. Hér á eftir verður gerð nokkur grein fyrir elstu leirbrotunum sem fundist hafa og tekist hefur að greina til þessa. Það efni er ekki mikið að vöxtum enn sem komið er, en gæti þó bent til þess að innflutningur af þessu tagi hafi átt sér stað þegar á miðöldum. í Björgvin" og Þrándheimi" hefur fundist mikið magn leirkerabrota frá miðöldum, ekki síst frá Englandi og Þýskalandi. í ljósi þess að samband íslands við Evrópu var að langmestu leyti í gegnum Björgvin á miðöldum, mætti búast við sams konar tegundum á Islandi og í Noregi. Aformað er að gera samanburð á því sem fundist hefur í þessum tveim löndum. Nokkur ensk miðaldaleirbrot hafa fundist á Islandi. Er þar fyrst að nefna skaft og barmbrot (BÞH 27:472, mynd 2) sem fannst í þykku ösku- lagi á um 1,6 m dýpi við uppgröft á Bergþórshvoli árið 1927. Brotið, sem er sótugt utaná, er úr mjög ljósrauðum, meðalhörðum og meðalgrófum leir, sem í eru svartar sótagnir, og hefur grænan glerung að hluta utaná. Skaftið rúllast upp í endann og barmbrúnin sveigist allskarpt út. Op kers- ins hefur verið 9 cm í þvermál. Brot þetta er úr skaftpotti af Scarborough tegund, og mun vera af gerð 1, sem er tímasett á tímabilið frá miðri 12. öld 2. mynd. Skaft og barmur af yotti af Scarborough gerð,frd 12. eða 13. öld. Fannst á Bergþórshvoli (BÞH 27:472). - A handle and part ofa rim, belonging to a pipkin of Scarborough type, datcci to the 12th or 13th century. Found at Bergþórshvoll.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.