Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 31
VITNISBURÐUR LEIRKERA
35
gerð og frumstæð og hafa að öllum líkindum verið brennd á eldstæð-
unum sem einnig voru notuð til matargerðar og upphitunar. A.m.k. fund-
ust engir leirbrennsluofnar á þessum stöðum. Aðstæður til leirbrennslu,
þ.e. aðgangur að nothæfu eldsneyti, er engu betri á þessum eyjum en á
Islandi. Þegar verslun við Evrópu efldist á síðmiðöldum, vék þessi heima-
unna leirkeragerð á eyjunum norðan við Skotland fyrir innfluttum leirker-
um frá Evrópu.
Flestir þeir staðir sem grafnir hafa verið upp á Islandi hafa verið býli
ýmiss konar. Fjöldi leirkerabrota sem fundist hafa við þessa uppgrefti er
mjög mismunandi, eða allt frá örfáum brotum upp í nokkur þúsund brot
og eru þau af ýmsum gerðum. Hingað til hefur verið talið að varla sé
nokkur leirker að finna á Islandi sem eru eldri en frá um 1500. Rannsókn
sú sem hér er til umfjöllunar hefur leitt annað í ljós. Hér á eftir verður gerð
nokkur grein fyrir elstu leirbrotunum sem fundist hafa og tekist hefur að
greina til þessa. Það efni er ekki mikið að vöxtum enn sem komið er, en
gæti þó bent til þess að innflutningur af þessu tagi hafi átt sér stað þegar á
miðöldum.
í Björgvin" og Þrándheimi" hefur fundist mikið magn leirkerabrota frá
miðöldum, ekki síst frá Englandi og Þýskalandi. í ljósi þess að samband
íslands við Evrópu var að langmestu leyti í gegnum Björgvin á miðöldum,
mætti búast við sams konar tegundum á Islandi og í Noregi. Aformað er
að gera samanburð á því sem fundist hefur í þessum tveim löndum.
Nokkur ensk miðaldaleirbrot hafa fundist á Islandi. Er þar fyrst að
nefna skaft og barmbrot (BÞH 27:472, mynd 2) sem fannst í þykku ösku-
lagi á um 1,6 m dýpi við uppgröft á Bergþórshvoli árið 1927. Brotið, sem
er sótugt utaná, er úr mjög ljósrauðum, meðalhörðum og meðalgrófum
leir, sem í eru svartar sótagnir, og hefur grænan glerung að hluta utaná.
Skaftið rúllast upp í endann og barmbrúnin sveigist allskarpt út. Op kers-
ins hefur verið 9 cm í þvermál. Brot þetta er úr skaftpotti af Scarborough
tegund, og mun vera af gerð 1, sem er tímasett á tímabilið frá miðri 12. öld
2. mynd. Skaft og barmur af
yotti af Scarborough gerð,frd 12.
eða 13. öld. Fannst á
Bergþórshvoli (BÞH 27:472). -
A handle and part ofa rim,
belonging to a pipkin of
Scarborough type, datcci to the
12th or 13th century. Found at
Bergþórshvoll.