Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 32
36
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. mynd. Brot úr könnu af enskri gerd frá 13.-15. öld,
sem fannstá Stöng (Þjms. 13880).
- A sherd of eastern English origin of a 13th-15th
century date,found at Stöng.
til um 1225. Glerungur þessarar gerðar getur verið mismunandi grænn,
brúnn eða gulur. Svipuð sköft hafa fundist bæði í Þrándheimi og
Björgvin.
Onnur ensk miðaldategund sem fundist hefur á Islandi er svokölluð
Grimston tegund sem er upprunnin í Austur-Englandi, nálægt King's
Lynn. Þessi tegund einkennist af dökkum, frekar grófum leir með græn-
um glerungi utaná sem í eru gjarnan brúnir járnflekkir. Stundum er leir-
inn tvílitur, þannig að hann er dökkur í kjarnann en ljós yst og innst.
Framleiddar voru m.a. könnur með skrautböndum á. Brot af Jjessari teg-
und hafa fundist á verslunarstaðnum að Gásum (EPrh 4-17)" og líklega
einnig á Stóruborg (STB 1972: Lf 45). Bæði eru þau það lítil, að ekki er unnt
að sjá með vissu úr hvers konar ílátum þau eru. Á hvorugu er t.d. skraut-
bandið sem er svo einkennandi fyrir tegundina. Gásabrotið gæti þó verið
úr belg könnu, á milli skrautbanda.
31
Við uppgröft á Stöng í Þjórsárdal fannst leirbrot (Þjms 13880, mynd 3),
sem talið hefur verið af þessari tegund. Við samanburð á brotum af Grim-
ston tegund frá King's Lynn kom í ljós að það er ekkert líkt þeim. Leirinn í
Stangarbrotinu er mun fínni og það vantar brúnu járnflekkina í glerung-
inn. Það eru margar aðrar tegundir svipaðar Grimston framleiddar í Aust-
ur-Englandi og Stangarbrotið er að öllum líkindum þaðan komið. Líklega
er það úr hálsi könnu sem hefur haft rákir á belgnum. Vegna smæðar brots-
ins er erfitt að tímasetja það nákvæmlega, en það fellur einhvers staðar á
tímabilið frá 13.-15. aldar (persónuleg ummæli A. Rogerson hjá Norfolk
Archaeology Unit).