Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 33
VITNISBURÐUR LEIRKERA
37
4. mynd. Brot úr keri afRouen gerð frá
12.113. öld, sem fannst (Viðey (V-52609).
-A sherd identified as Rouen ofa
12th/13th century date, fóund on
Viðey.
í búri bæjarhúsanna í Viðey, sem tímasett hefur verið til miðalda, fannst
brot með grænum glerungi (V-52609, mynd 4). Leirinn er Ijósbrúnn, frekar
grófur, og innan á er grænflekkóttur blýglerungur, sem kopar hefur verið
bætt í. Utan á er enginn glerungur, en skrautband með tígullaga stimpl-
uðu munstri. Þetta er þunnt brot með sótleifum utaná og er líklega frá
Rouen í Norðvestur-Frakklandi. Sótleifarnar gætu bent til þess að eldað
hafi verið í ílátinu, en gætu einnig verið smit úr jarðveginum þar sem það
lá. Algengustu ílát af þessari tegund eru könnur. Þær eru gleraðar að
innan og oftast að hluta utaná einnig, og auk græna glerungsins er rauður
glerungur algengur. Brot úr þessari tegund leirkera hafa fundist í Skand-
inavíu, t.d. í Ribe og í Þrándheimi, og eru tímasett til síðast á 12. öld eða
til 13. aldar.
Annað miðaldabrot með grænum glerungi fannst í Viðey (V-52657,
mynd 5), í gólfi svonefndrar ónstofu (M35) sem talin er vera frá 13. eða 14.
öld. Leirinn er grár, meðalgrófur og meðalharður, glerungurinn dökk-
grænn og jafn. Þetta er allþykkt, örlítið sveigt belgbrot með kringlóttu
upphleyptu skrauti, sem er um 1,3 cm í þvermál. Hefur því verið ýtt út í
5. mynd. Brot með grænum glerungi af
hollenskum eða enskum uppruna.
Fannst i'Viðey (V-52659)
- A green-glazed sherd ofDutch or
English origin, found on Viðey.